AA merkileg samtök

AA samtökin eru merkileg samtök fyrir margar sakir og helsta verkefni samtakanna er að boða öðrum alkóhólistum boðskap samtakanna sem getur nú reynst þrautinni þyngri?  Allir sem hafa glímt við alkahólisma eða meðvirkni eða eitthverra annara hvilla er alkahólismi hefur valdið geta leitað sér lausnar í AA eða Alonon?  Ekki er erfitt að gerast AA félagi Þó sumum finnist það þung spor í byrjun enda verður það ómetanlegur vinskapur um leið og menn fara að taka þátt og vera með.  AA bókin leit dagsins ljós í Apríl árið 1939 og olli straumhvörfum í bataaðferð Alkahólista og aðstandenda þeirra.  Alkahólistar hafa AA bókina og 12.spor samtakanna að leiðarljósi en í dag þó svo gífurlegur iðnaður eins og Sr.Jónalísa Þorsteinsdóttir sagði eitt sinn í viðtali hafi skapast í flokki sjálfshjálpar bóka þá kjósa samtökinn að halda sig við upprunalegu lausnina og varðveita einingu samtakana sem er svo nauðsynleg, enginn er ofar öðrum í AA og ekki veit ég um neinn sem hefur orðið ríkur af því að vera í AA þó svo að peningum og pólitík hafi verið reynt að flétta inn í samtökin í byrjun með engum árangri og það eitt gerir þessir samtök svo mögnuð 

Hugleiðing um forvarnir

Kunningi minn kíkti í heimsókn  um daginn og ræddum við um daginn og veginn, hann var að spá í því afhverju það fór svona lítið fyrir forvarnarmálum í síðustu kosningum, ég hafði nú tekið eftir þessu  og heyrt fleiri minnast á þetta.  Mín skoðun er sú að það verði að vera stöðug forvarnar vinna í gangi en einnig að það verði alltaf að vinna hana sem réttast þannig að hún sé í takt við tímann.  Ekki man ég eftir miklum forvörnum þegar ég var gutti, mig rámar í eina forvarnar mynd sem var sýnd í skólanum og hafði nú ekki mikil áhrif nema þá á spennustigið í stofunni og gleði yfir að losna við tíma með skruddunum.  Öll þessi forvarnar vinna síðustu ár fær mann til að velta því fyrir sér hvort við séum á villigötum í þessum málum vegna þess að það virðist vera fullt af krökkum á öllum meðferðarstofnunum og ekkert lát virðist vera á þessu.  Kannski er verið að vinna þessa vinnu bandvitlaust eða þjóðfélagið er orðið hundleitt á þessari umræðu, en ég vona nú innilega að við hengjum ekki haus og sópum þessu öllu undir teppi því það leysir ekki neitt.

Já og nei

Ég er búin að vera að naga mig í handarbökin síðan í byrjun mánaðarmóta út af aukavinnu sem ég tók að mér í þessum mánuði, ástæðan er að ég var búin að lofa mér í aðra aukavinnu þannig að Júlí fer eiginlega bara í vinnu og trúið mér að ég væri alveg til í að eyða tímanum í eitthvað annað í þessari blíðu.  Stundum eigum við erfitt með að segja bara stutt og laggott nei en stundum þarf maður bara á pening að halda, í miðju nageríi fór ég að hugsa um dönsku tímanana í gaggó þegar Jónína kennari spurði okkur hvort við ætluðum að vinna í fiski alla ævi, hún hefði kannski átt að spyrja okkur hvort við ætluðum að vinna hjá ríkinu alla ævi enda held ég að hún hafi líka hætt að vinna við kennslu nokkrum árum seinna.  Spurningin hjá Jónínu var auðvitað alveg fáranleg því í gaggó var ég ekki hæfur til að læra heima hvað þá að skipuleggja framtíðar starfið mitt, það er fyrst núna sem ég er að æfa mig í að segja já og nei

Sveitasælan

Ég dreif mig af stað og rölti yfir skammadal til að kíkja á Sólon þann höfingja.  Þegar ég kom niður fjallið byrjaði ég á því að borga heyjið sem Sólon hámar í sig allann daginn og sést það orðið á honum.  Næst var það að leita að honum þarna í sveitinni og fór ég þar sem grasið er grænst og viti menn þar beit hann á sig gat.  Eftir stutta stund náði ég að koma á hann múl og röltum við að stað og komum þá auga á stórbóndann í helgadal, bóndinn vildi endilega binda Sólon aftur í  bílinn og bjóða mér í kaffi sem var ekki hægt að afþakka enda endalaust bakkelsi hjá húsfreyjunni í Helgadal.  Eftir kaffið fékk ég að rífa skeifur við hinar bestu aðstæður og moka örlítinn flór sem ég hafði gaman að, að endigu fór ég með bóndanum og sótti með honum tvo hesta og sleppti Sólon upp í fjall.  Sólon er þannig algjörlega kominn í frí næstu mánuði.  Það er alveg magnað að geta rölt yfir eitt lítið fjall og verið kominn í sveitasæluna og finna hvernig tilveran breytist á skotstundu, Sólon á fríið heldur betur skilið enda hef ég það ekki í mér að vera að ríða út á honum í þessum hita eins og hinir hrossaþjösnararnirSmile


Skóli lífsins

Ég hitti oft fólk sem segist ekki hafa lært neitt um ævina en hefur þó verið á vinnumarkaðinum kannski í tuttugu ár.  Síðan ef maður kynnist þessu fólki eða tala nú ekki um ef maður vinnur með því þá kemur oft hin mesta viska í ljós.  Hjá sjálfum mér sé ég að ég get oft á tíðum notað fyrri reynslu mér til góðs og þá er ég að tala um mjög ólíka reynslu, vinnufélagarnir luma oft á góðum ráðum sem og vinirnir, tala nú ekki fjölskyldan þó svo maður nenni kannski ekki svo oft að hlusta á hana.  Fólk virðist oft vera mikið í þvi að draga sig niður og sýna getu , fólk á það nú einnig til að koma sér oft á óvart þegar á reynir, stundum hef ég heyrt fólk tala um að það hengji sjálfsvirðingu sína á vinnu og finnst mér það bara allt í lagi því það hefur nú löngum verið talið góður kostur en eftir þessar hugleiðingar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skóli lífsins er stórlega vanmetinn og stígum við þannig einu skrefi nær lífsgátunni?

Samskipti

Þegar ég fer á stjá á morgnana er það staðreynd að ég á oftast eftir að eiga samskipti við þónokkurn fjölda af fólki, mismunandi mikinn þó.  Vinnufélagarnir eru í stórum hluta og skipta samskipti við þá miklu máli hvernig frí dagarnir verða síðan.  Oft hef ég lent í því að segja eitthvað eða gera sem ég hef síðan nagandi samviskubit yfir allt vakta fríið mitt.  Um daginn ákvað ég að takmarka samskipti mín við ákveðinn vinnufélaga í lágmarks samskipti, eftir nokkra daga ákvað ég að breyta um aðferð og reyna að hlusta á hana og virða hennar skoðanir og frekar vera hjálplegur en hitt, eftir nokkra daga vorum við að ræða eitthvað vinnutengt rétt áður en hún kláraði vakt og sagði hún þá að henni fyndist ég vera búin að vaxa mjög mikið í starfi og að hún hefði ekki vaxið svona hratt í starfi?  Mér fannst gaman að fá svona hrós frá henni en um leið var það frekar vandræðalegt því ég held okkur hafi báðum þótt erfitt að horfa í augun á hvort öðru og fór þetta samtal fram svona á hálfgerðum hlaupum, kannski hefur hún verið með nagandi samviskubit yfir því að hafa verið að hrósa vinnufélaga við svona vandræðalegar aðstæður, það er að segja mann við mann???

Myspace

Ég held ég sé búinn að eignast fjórtán nýja vini núna á einni viku?  Suma hef ég aldrei hitt en aðra hitti ég oft og iðulega.  Ástæðan að ég eignast svona ört vini er að ég setti upp myspace síðu, já það er ekki það að ég sé hlaupandi um alla Rkv að leita mér að vinum heldur er það þannig að ég er flakkandi um allann heim og forvitnast um fólk.  Nýtt fólk sem ég kynnist á síðunni kemur mér kannski ekkert voðalega á óvart en það er fólk sem ég kannast við sem kemur mér mest á óvart því ég er kannski búinn að gera mér ákveðnar skoðannir um það fyrirfram t.d, einn sem ég hélt að hlustaði aðalega á þungarokk en er hinsvegar mest fyrir ljóðalestur og svona hippareggí.  Önnur stelpa sem er vinur minn á síðunni á engin börn en ég hef alltaf álitið hana tveggja barna móður.  Annars byrjaði ég daginn á því að hitta fullt af félögum mínum í félagsskap sem ég stunda og var að hugsa hvað það er gott að tilheyra góðum hóp af fólki því það eru ekki allir sem eiga kost á því.  Ég tek oft hlutunum og lífinu sem sjálfssögðum hlut sem ég held að ég eigi ekki að gera?

Tíminn líður hratt á gervihn

Ég sat á fundi í gær og fór að hugsa hvað lífið væri stutt í raun og veru?  Það er margt sem minnir mig á það í raun og veru, fyrir tveimur árum en virðist vera fyrir hálfu ári ætlaði ég að setja INXS á fóninn í partý sem ég var í en uppskar undrunarsvip frá vinkonu minni sem hafði aldrei heyrt um þessa frábæru hljómsveit, seinna meir þegar ég sá þessa frábæru hljómsveit í sjónvarpsþætti skildi ég hvers vegna hún þekkti ekki sveitina enda voru þeir orðnir ansi sjúskaðir.  Í gær fór ég niðrí bæ til að versla jakka, ekki fór ég í spútnik eða aðra álíka búð til að versla heldur endaði ég á að finna mér mjög flottann jakka í herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar að sjálfssögðu, nema hvað.  Ég á gallabuxur sem eru orðnar ansi snjáðar og ekki fer ég að ganga í rifnum gallabuxum, auðvitað ekki.  Ég gæti haldið endalaust áfram en til að bæta gráu ofan á svart þá fór ég að hugsa hvenar ég ætti að hætta í veitingabransanum fyrir fullt og allt.  Er ég virkilega byrjaður að hugsa um starfslok,ég hlýt að eldast svona ofboðslega hratt, afhverju eru vinir mínir að tala um að þeir séu byrjaðir að grána í vöngum, þetta getur ekki verið að gerast?

Sárþjáður Strætóbílstjóri

Ég hef aldrei hitt neinn sem er ánægður þegar strætó kemur með nýtt leiðarkerfi?  Taka þessir aðilar sem semja kerfið aldrei strætó eða.  Kannski hitti ég þessa ánægðu bara ekkert, það getur vel verið, en ég hitti samt strætó bílstjóra í gær sem var ekki sáttur og líka sárþjáður?  Eftir að hafa tekið leið 24 frá Höfðabakka að Spöng ætlaði ég að taka leið 31 frá Spönginni kl 10,51 svo ég myndi nú mæta tímanlega kl 11 í vinnuna.  Eftir smá bið mætir leið 31 og stekkur bílstjórinn úr vagninum og inn í kaffiskúr, fær sér eflaust einn kaffi og kemur síðan aftur og býst ég við að við leggjum í hann von bráðar?  Mér til mikillar furðu tekur bílstjórinn upp símann og lætur einhvern starfsmann heyra það hjá strætó og það í tíu mínútur.  Loks hveður hann viðmælandann sem eflaust hefur verið dauðfeginn og leggur af stað kl 11,05 og ég orðinn alltof seinn, þegar við nálgumst Barðastaði spyr ég bílstjórann hvort þessi leið eigi ekki að virka fyrir mig, hann segir að þetta sé vonlaust leiðarkerfi og þeir standist engar tímaáætlanir, ekki furða hugsa ég þegar þið hangið í símanum í vinnutímanum og leggið alltof seint að stað, að lokum hvetur hann mig til að hringja í strætó, ja ég var nú frekar að hugsa um leigubíl,  og segir mér að ekki sé þetta kerfi að laga gyllinæðana hjá sér?  ekki veit ég hversvegna hann gerðist svona persónulegur í lokin, honum hefur eflaust fundist ég svona traustverðugur og ekki líklegur að fara að blaðra um þetta á netinu?

Gott kvöld í Reykjavík

Ég fór út að borða með vinum mínum í kvöld og skemmtum við okkur vel að vanda.  Það skemmtilegasta við kvöldið var það að vinir mínir voru á svæðinu, þessir vinir mínir eru báðir búnir að vera í Danmörku annar við nám og er nýfluttur heim en hinn hér í heimsókn.  Þarna voru líka gamlir félagar og makar þeirra sem að sjálfsögðu eru mér kærir líka.  Þegar við vorum ungir og vitlausari þá héldum við held ég að við yrðum eflaust alltaf í stöðugu sambandi en svoleiðis er nú lífið ekki, litlar breytingar voru búnar að vera á fólki nema þá að fólkið hafði kannski farið svolítið í sitthvora áttina sambandi við vinnu og nám en húmorinn var á sínum stað og gleðin í fyrirrúmi þetta kvöld, þarna vorum við nokkrir úr veitingageiranum og var svolítið spjallað um matinn sem var frábær og þjónustan sömuleiðis en ég held að okkur hefði verið nokkuð sama hvað við borðuðum tilgangurinn var að hittast og hafa það gott og slaka á.  Ég hugsa stundum um það hvað það er sem gerir vini mína svona nauðsynlega mér, ekki hef ég fengið neitt svar við því,þetta er bara svona, þeir bera hag minn fyrir brjósti sér og ég ber hag þeirra fyrir brjósti mér.  Takk fyrir kvöldið kæru vinir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband