Sveitasælan

Ég dreif mig af stað og rölti yfir skammadal til að kíkja á Sólon þann höfingja.  Þegar ég kom niður fjallið byrjaði ég á því að borga heyjið sem Sólon hámar í sig allann daginn og sést það orðið á honum.  Næst var það að leita að honum þarna í sveitinni og fór ég þar sem grasið er grænst og viti menn þar beit hann á sig gat.  Eftir stutta stund náði ég að koma á hann múl og röltum við að stað og komum þá auga á stórbóndann í helgadal, bóndinn vildi endilega binda Sólon aftur í  bílinn og bjóða mér í kaffi sem var ekki hægt að afþakka enda endalaust bakkelsi hjá húsfreyjunni í Helgadal.  Eftir kaffið fékk ég að rífa skeifur við hinar bestu aðstæður og moka örlítinn flór sem ég hafði gaman að, að endigu fór ég með bóndanum og sótti með honum tvo hesta og sleppti Sólon upp í fjall.  Sólon er þannig algjörlega kominn í frí næstu mánuði.  Það er alveg magnað að geta rölt yfir eitt lítið fjall og verið kominn í sveitasæluna og finna hvernig tilveran breytist á skotstundu, Sólon á fríið heldur betur skilið enda hef ég það ekki í mér að vera að ríða út á honum í þessum hita eins og hinir hrossaþjösnararnirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki málið að koma hjólinu einhvern veginn til þín fyrst Sólon er kominn í frí      Á annars ekki að fara að kíkja í heimsókn !!!                                                    

Rakel (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:08

2 identicon

Hæ bróðir, mikið hlýtur það að vera gott að vera hestur. Ekkert að gera allan daginn nema borða,sofa,skíta og þurfa ekki að laga til eftir sig og til að fullkomna drauminn er eigandinn svo samúðarfullur að hann leggur ekki á hrossið smá hreyfingu ja hérna ég er sýnilega á bandvitlausri hillu í lífinu. ÉG HEFÐI ÁTT AÐ VERA MERI  kveðja systir.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Þarf að kíkja og enduleigja íbúðina, didda við erum auðvitað öll sauðir Guðs.

Eysteinn Skarphéðinsson, 9.7.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband