Þakklátur egóisti

jæja þá eru hátíðarhöldin að hverfa frá í bili að minnsta kosti. Hvað mun gerast nú á nýja árinu ? Ég skrifaði hér um daginn að ég setti mér stundum takmörk fram í tímann og en geri ég það, en lífið getur verið svo breytilegt að erfitt er orðið að spá eða plana neitt þannig séð. Áramótaheitið var að reyna hugsa vel um mig og taka á málum strax í byrjun því lífið virðist vera eitt stórt verkefni.

 Ég er egóisti að upplagi og er það full vinna að halda því niðri en mér hefur reynst best að halda því niðri með því að hjálpa öðrum við hin ýmsu verkefni upp á síðkastið, á maður kannski ekki að skella því á netið eða, en allir í mínum hóp eru égóistar ? Þessar hremmingar sem ganga yfir landið hafa fengið mig til að hugsa um þakklætið sem ég gleymi ansi oft, en það er auðvitað af því ég er egóisti.

Ég á góða fjölskyldu, duglegt fólk sem er alltaf til í að hjálpa hvort öðru og það veit ég með vissu að ekki hafa allir aðgang að slíku. Ég á góða vini sem sanna sig sem slíkir alltaf reglulega. Það eru spennandi tímar framundan.

Þetta blogg er orðið svona dagbókar hugleiðingar blogg og það er hið besta mál enda veitir ekki af tappa af enda er held ég gott fyrir mig að skrifa niður orðin egóisti og þakklæti því ég á jú til með að gleyma þessum hugtökum


Hestahugleiðingar

Það styttist í það að hesta tímabilið byrji, enda ber rokið og rigningin mig oft norður þessa dagana þar sem vinirnir eru í haga. Markmiðið er einfalt, að bæta mig í hestamennsku. Þar sem upplýsinga flæðið er margfalt miðað við áður þá eru eflaust margir orðnir ansi lúnknir í reiðmennsku löngu áður en þeir stíga á bak. Það er ansi auðvelt að láta klárinn svífa um á svifmiklu brokki eða stíga tandurhreint tölt þegar þú flettir blaðsíðu í bók eða á netinu en kannski allt annað mál þegar þú ert með vindinn í fangið úti á víðavangi. Hestamennskan er ekkert undanskyld sérfræðingum úr brekkunni enda hefur maður fengið allskonar misgáfulegar handleiðslur í hesthúsahverfunum og þá þarf að velja úr. Ég lenti í því að hesturinn hjá mér var ekki einsog hann á að sér að vera fyrripart síðasta vetur þannig að ég fékk ýmsar ábendingar misgáfulegar auðvitað, þannig að ég svona ákvað að nota innsæjið í bland við góð ráð og held ég að þar hafi komið sigurinn síðasta vetur sem endaði mjög vel. Þetta er eilífðar verkefni og lykilorð vetrarins verður vonandi framför.

Hver er að mótmæla ?

Hverjir eru að mótmæla? Er það fólkið sem er búið að vinna í tuttugu til þrjátíu ár eða er það fólkið sem er í háskólanum eða öðrum skólum jafnvel bara manneskjan sem var við hliðina á þér á kaffihúsinu í dag. Er það sá sem var að missa vinnuna eftir stanslaust strit á lúsar launum eða er það náunginn sem stefnir á atvinnumarkaðinn eftir nám.

 Er það kannski náttúruverndar manneskjan sem vill ekki álver. Er það kannski maðurinn sem ræður ekki lengur við bílalánið eða er það sá sem á erfitt með að ráða við hækkandi matvöruverð. Er mótmælandinn ungur að árum eða er hann kominn á efri ár.

Er það fjölskyldumaðurinn eða er það einstæðingurinn. Maður veit ekki. 


Athvarf fyrir heimilislausa áfram rekið á Njálsgötu

Kallarnir læðast með veggjum til að vekja ekki börnin á leikskólanum og trufla ekki aðra nágranna. Ég held að það sé nú hægt að fá verri nágranna en kallana á Njálsgötunni sem þakka fyrir kvöld og morgna að hafa þak yfir höfuðið. Það hefur eflaust verið þung spor að flytja inn hinsvegar þegar nágrannarnir voru búnir að kvarta yfir þeim áður en þeir mættu á svæðið. En auðvitað er fólk áhyggjufullt yfir því að fá svokallað óreglufólk í hverfið sérstaklega þá barnafólk held ég, humm hvernig hljómar þetta. Ég ætla nú samt að óska köllunum til hamingju með það að vera orðnir Njálsgötubúar og lifa í sátt og samlyndi við menn og dýr. Þá er bara að loka Njálsgötunni í báða enda og slá upp góðu grilli.

Timinn flýgur ?

Það er mismunandi hvernig fólk vinnur úr pressu.  Ég á það til að setja dagsetningu svona fjóra mánuði fram í tímann og vera þá búin að ákveða eitthvað takmark sem ég á að vera búin að klára þá. Það minnir mig á það að flest verkefni og áskoranir taka enda. Tíminn flýgur áfram og það versta sem ég geri er að sökkva mér of mikið í ákveðið vandamál í staðinn fyrir að nota vandamálið frekar sem verkefni. Auðvitað eru þetta gamlar og gildar staðreyndir, en samt er maður oft að detta ofaní sömu vitleysuna.  Hugsið ykkur það er c mánuður síðan bankarnir hrundu opinberlega en mér finnst það hafa verið í gær. Eru ekki allir að aðlaga sig að nýju umhverfi, allavega er ég að gera það og ég veit að þú ert að gera það líka ? Já það er staðreynd að það kemur dagur eftir þennan dag?

Hollt að lesa.

Ég fann fyrir því í gær hvað ég er ofboðslega búin að sakna þess að lesa upp á síðkastið.  Ég hef nánast alla tíð verið með einhverjar bækur í gangi en síðasta árið hafa það aðalega verið ein og ein hestabók sem ég hef kíkt í og auðvitað handbókina.  Lestur er nefnilega ein mesta andlega næring sem ég veit um og er kjörin leið til að kúpla sig út og gleyma stað og stund.  Það fellst líka mikil menntun í því að lesa.  Þegar ég var að hugsa um þetta í gær varð mér ljóst að net flakkið getur verið afskaplega mikið tíma sóun sem allir vita af en láta leiða sig áfram.  En hvenar ætli bækur verði útdauðar og allar bókmenntir verða bara á netinu?


"Ekki vera vondur við mig"

Það er orðinn gríðarlega erfið íþrótt að starfa sem spyrill í kastljósinu virðist vera.  Ef spyrilinn krefst þess að fá svör fyrir almenning þá lýtir viðmælandi höfði og virðist muldra "ekki vera vondur við mig". 

 Mér fannst Sigmar sýna það enn einu sinni hvað hann er beinskeyttur og fagmannlegur í sínu starfi í gær þegar hann átti viðtal við Geir.  En sitt sýnist hverjum.

Í þessu kreppuástandi er almenningur einsog börn í handjárnum sem er hent út í haustið og sagt að safna spreki og koma ekki heim nema með fullann poka.

Ef þú vilt vera skipstjórinn þá verður þú líka að svara fyrir mannskapinn, eða þannig var það á mínum togaraárum, aldrei þurfti ég að svara fyrir fulla lest af óæskilegum fiski í lestinni já eða kannski tóma lest einsog virðist frekar eiga við hér á Íslandi í dag, enda var það ekki í mínum verkahring.  En ég svaraði fyrir það ef lestin var ekki nógu vel ísuð.

Viðtalið var gott að mínu mati þó fátt hafi verið um svör. 


Ég þarf ekki hlæjandi heimsfræga Íslendinga í sjónvarpinu.

Ég er að lenda í óvissu kreppu einsog staðan er í dag, samt ætla ég nú að renna í gegnum þetta.

  Ég nefnilega sagði upp vinnunni fyrir kreppu og þarf að fara að ákveða hvað ég vill gera enda er uppsagnarfresturinn að renna út. Auðvitað eru allir að halda að sér höndum þessa dagana þannig að óvissu kreppan ekki það besta í stöðinni en ég veit að eftir nokkra mánuði glotti ég við tönn og sé hvað núverandi tími hefur kennt mér mikið.

  Ég heyrði einu sinni viðtal við fjármála sérfræðing í útvarpinu sem sagði að þegar  kreppir að hjá fólki þá sé best að byrja á því að taka til heima hjá sér, þetta fannst mér gott.

Ég hef alltaf haft þetta á bakvið eyrað og mun eflaust gera áfram.  Ástandið í þjóðfélaginu er alvarlegt en getur eflaust verið mjög svo lærdómsríkt fyrir marga þar á meðal mig

Nú er um að gera að standsetja sig, skoða hverjir eru þínir nánustu og hvað get ég gert til að hlutirnir gengi sem best. 

Ég þarf ekki heimsfrægu hlæjandi íslendingana í sjónvarpinu til að klára kreppunu.

 

 


Skál í boðinu?

Það er talað um það í Bretlandi að loksins sé bjórdrykkjan að borga sig þar í landi.

  Þeir sem eyða öllum sýnum krónum í ölið góða í staðinn fyrir að liggja á pundinu eða láta einhverja bankaplebba liggja á því fari nú sigri hrósandi í endurvinnsluna og græði á tá og fingri á því að láta endurvinna dósirnar, allavega vilja þeir meina að þeir standi svona cirka á núllinu.

  Ég á ekkert og tapa engu segja þeir, ég hef þetta eftir áráðanlegum heimildum.  Allavega verður það að viðurkennast að þeir ná alltaf að fylla á lagerinn og halda partíinu gangandi.  Það er hörkuvinna að halda bjór og vínfyrtækjunum gangandi en auðvitað þurfa allir að hafa vinnu

Annars er þetta ekki holl vinna og einsog með aðrar vinnur fylgja þessu alskonar vinnutengdir sjúkdómar.


Hverjir skemmta á næstu árshátíð ríkisbankans?

Þrátt fyrir allar heimsins áhyggjur af kreppuástandi er ég mikið búin að velta fyrir mér hverjir skemmta á næstu árshátíðum bankanna eða bankans, enda verður sennilega bara einn ríkisbanki einsog Marteinn Mosdal myndi segja.

Það þýðir ekkert að láta sig dreyma um einhverjar svokallaðar stórstjörnur, nú verðum við bara að láta smástjörnurnar duga eða útbrunna gleðipinna skemmta sem kosta nánast ekki neitt.

Ég ætla ekki að birta nöfn neinna íslendinga hér en af erlendum smástjörnum dettur mér í hug Boy George sem söngvari, á gítar gæti það verið náunginn úr wham þessi dökkhærði sem enginn man hvað heitir, á bassa var ég að spá í þessum sem spilaði með Finnlandi í eurovision árið 1988 og á trommur gæti verið, nei við sleppum bara trommunum enda er þetta orðið alltaf dýrt.

Maturinn verður sviðakjammi frá umferðarmiðstöðinni


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband