Menning og listir | 5.10.2008 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem ég les eitthvað viðtal eða yfirheyrslu í sambandi við tónlist í fjölmiðlum þá er nokkuð pottþétt að ég kannast ekkert við tónlistina sem listamennirnir nefna sem sitt uppáhald. Samt er ég einsog margir vita með virkilega góðan smekk á tónlist, ef það er þá hægt að vera með tónlistarsmekk yfir höfuð. Ég gruna marga um græsku í tónlistarbransanum sem segjast í viðtölum hafa mjög gaman að indverskri þjóðlaga tónlist, ég held að margir í bransanum svara nú stundum bara svona til að reyna halda kúlinu og fá okkur hin til að hugsa um það hvað við erum eitthvað miklir kjánar alltaf. Síðan er annað sem lífsgátan hefur tekið eftir og það er hvað margir tónlistarmenn virðast alltaf fíla svo gjörólíka tónlist en þeir sjálfir spila og lifa jafnvel af, humm. Kannski er þetta allt bara eitthvað rugl í kollinum á mér, það getur velverið að listamenn séu bara víðsýnni og opnari en við hin. En eitt er víst að tónlistin er nauðsynlegur þáttur í tilverunni og það eru listamennirnir sem búa hana til. |
Tónlist | 18.9.2008 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef unnið með mörgu bráðskemmtilegu fólki í þjóninum í gegnum tíðina og lent í hinu og þessu. Allt frá áttræðum gamlingjum gerandi hluti sem maður hélt að eldra fólk léti sér bara ekki detta í hug og til smákrakka sem hafa komið með ógleymanleg comment sem ég man ennþá.Einn þjónninn bar íslenskuna bara fram með enskum hreim fyrir útlendingana. Einu sinni sá ég tennur vaxa útúr manni og enda í glasinu hans á barborðinu. Einn þjónninn lenti í því að það kviknaði í honum vegna þrengsla og gesturinn svetta á hann vatni svo allt fór vel á endanum. Einn gesturinn varð svo slappur í maganum að það þurfti að mála salernið eftir hann, já stundum getur maturinn verið vondur. En besta atriðið er án efa þegar ég var að vinna með einna vinkonu minni á virtum stað í miðbæ Reykjavíkur. Þessi vinkona mín gat verið alveg einstaklega óheppinn þannig að það var ómetanlegt fyrir mig. Staðurinn er á tveimur hæðum og vorum við stödd við kassann á fyrstu hæð þegar maður kemur labbandi niður stigann og teygjir sig í áttina til okkar. Um leið og vinkonan sér manninn tekur hún utan um hann og kyssir hann rembings kossi, maðurinn verður auðvitað mjög hissa og vinkonan líka enda voru þetta eiginlega ósjálfráð viðbrögð og ég sé að vinkonan roðnar einsog karfi. Loks brýtur maðurinn ísinn og segir, það vantar klósettpappír á klóstinu uppi |
Matur og drykkur | 14.9.2008 | 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er að rísa skemmtilegt hverfi niðrí bæ ef þú labbar í átt að vesturgötunni, fullt af veitingastöðum sem gaman er að kíkja á t.d nokkrir fiskistaðir sem setja skemmtilegann svip á þetta hverfi sem manni fannst alltaf hálfþreytt eitthvað. En það er eitt sem er mjög leiðinlegt með miðbæinn, það er leiguverðið sem virðist ekkert breytast þrátt fyrir hægðir og lægðir á markaðinum. Ekki það að ég sé að leita mér að húsnæði í 101. Ég er bara bloggari sem finnst þetta þreytandi, hin og þessi hreysi eru leigð út á morðfjár, jafnvel ekki með salernisaðstöðu. Þarf ekki að fara að setja einhverjar alvörureglur um þetta. Þessi hreysi ættu nú eiginlega bara að leigja út eina nótt í einu, svona einsog þriggja dollara herbergin í útlandinu??? |
Dægurmál | 10.9.2008 | 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 2.9.2008 | 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eftir að ég byrjaði í hestamennskunni þá hef ég kynnst því hvernig er að vera dellukarl. Ekki nenni ég alltaf á bak og einstökum sinni hef ég verið fúll útí hestana ef eitthvað er ekki að ganga alveg einsog ég vill. En aftur á móti hef ég oftar en ekki gengið alsæll frá hesthúsinu eftir góðan reiðtúr og ekki síður eftir að hafa sýslað með hestunum í hinu og þessu. Um daginn var það þegar ég járnaði Sólon í fyrsta skipti og nú áðan þegar ég skrapp með öðrum félaga í Hvalfjörðinn með nokkra hesta. Í gær skrapp ég norður að Gauksmýri og skoðaði hagagöngu, bara það að komast útúr Reykjavík var þess virði að fara fyrir utan það að öll fjölskyldan skemmti sér vel. Það er eitthvað við hestana sem fyllir mig lotningu t.d fegurð hestsins og eðli hans. Já þeir eru fallegir og sterkir karektarar síðan eru þeir líka svo ótrúlega mismunandi, alveg einsog þeir eru margir. |
Lífstíll | 7.6.2008 | 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hálf vorkenni Garðari Cortes þessa dagana. Hann sem tónlistarmaður á framabraut vill eflaust gera það gott útí hinum stóra heimi en því miður virðist umræðan um hann oft vilja leita í það hvort hann sé að verða nógu þekktur úti og hvort hann sé að hitta rétta fólkið. Í dag var verið að tala um Garðar og vissa samkomu sem hann er á leiðinni í með fræga fólkinu en ekki var minnst á neina tónlist eða tónlistarviðburði sem hann mun taka þátt í á næstunni. Fyrir okkur almúgann lítur þetta oft út þannig að verið sé að búa til einhverskonar celeb úr þessum frábæra tónlistarmanni. Auðvitað er til mikið af þekktu og frægu fólki sem ekkert hefur gert þannig sé nema að vera til, en það á ekki við Garðar og efast ég ekki um að hann á eftir að gera það gott, í versta falli gæti hann bara verið heimsfrægur á Íslandi eða allavega landsfrægur |
Menning og listir | 28.4.2008 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það getur verið hálf þreytandi og að sama skapi broslegt að fylgjast með fjölmiðlum á Íslandi. Þú kveikjir á útvarpinu þegar þú ert á leiðinni í vinnuna og þar er söngvari X að renna yfir lífshlaup sitt sem tónlistarmanns og fjölskyldumanns. Í vinnunni er árshátið á næsta leiti og auðvitað verður aðal atriðiðið söngvarinn X. Þú kíkjir með vinnunni í hádegismat og á næsta borði er söngvari X. Um kvöldið er Íslensk mynd í sjónvarpinu, og með eitt aðal hlutverkið fer auðvitað söngvari X sem reyndar er auðvitað ekki leikari heldur söngvari. Þar sem þú veist eiginlega allt um söngvarann eftir að hafa lesið ævisögu hans þá nærðu aldrei að tengja hann við hlutverkið, þannig að þú ferð bara að sofa eftir að hafa hlustað á rólega tóna í kvöldþættinum þar sem síðasta lagið var með söngvaranum X. |
Menning og listir | 31.3.2008 | 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir átta árum mættu tvær konur á teig við flókagötu og kynntu sig sem fangaverði á Litla Hrauni. Ástæðan var sú að þær voru komnar í starfþjálfun vegna fyrirhugaðrar meðferðardeildar á litla hrauni. Þær voru fullar tilhlökkunar og eldmóðs vegna fyrirhugaðrar meðferðarvinnu fyrir austan. Fólk hugsaði með mér hvað það væri nú gott að vera ekki á hrauninu, ekki það að þær hafi verið eitthvað slæmar. Nú átta árum seinna hef ég lesið nokkuð um nýjan meðferðargang á litla Hrauni og einnig um tíð andlát fanga síðustu ár. Það sem ég skil ekki er afhverju meðferðarvinna á Litla Hrauni er ekki kominn lengra á veg en staðreyndir sýna. Ég varð vitni að því árið 2006 þegar fyrrverandi fangi tók sýn síðustu skref í að klára dóm, hann var brattur og sprækur og allra manna glaðastur. Tveir dagar voru í langþráð frelsi þegar vonleysið skall yfir og allt varð svart, þvílíkt niðurbrot og þunglyndi að allir urðu steinhissa á þessum kraftmikla einstaklingi. Er kannski Litla Hraun baggi á þjóðfélaginu sem poppar upp annað slagið í fjölmiðlum. Er litla Hraun kannski ekki eins mikill lúxus og fólk heldur oft. Eru kannski pillurnar hættar að vera töfralausnin. Eru kannski of ungir fangar vistaðir á Litla hrauni. Það á ekki að taka átta ár að koma upp meðferðar úrræði á Litla Hrauni, eða hvað finnst þér? |
Dægurmál | 29.2.2008 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér verður oft hugsað til fólks sem ég hef hitt og unnið með sem býr yfir óvenjulega miklu æðruleysi sambandi við hitt og þetta. Þetta fólk virðist nánast alltaf vera í svo góðu jafnvægi að það er alveg aðdáunarvert. Lítið fer fyrir stressi og leiðindi eru alveg týnt hugtak eða tillfinnig hjá æðruleysisfólkinu. Skilningur og dugnaður eru áberandi og kraftur er alltaf til staðar. Ég held að æðruleysi sé tilfinning sem fólk hefur gott af að æfa og veitir mér svo sannarlega ekki af því. En oft er svo erfitt að muna eftir æðruleysinu í hraða dagsins. Ég ber virðingu fyrir æðrileysisfólkinu og efast um að ég hitti fleiri en tíu manns á ævinni sem komast í þennann flokk sem ég er að tala um. Kröfurnar hjá mér eru miklar sambandi við æðruleysisfólkið því þetta eru í raun sér þjóðflokkur í mínum huga, jaðra við dýrlinga. Fullt af fólki talar um æðruleysi en veit kannski ekki hvað orðið þýðir. Í mínum huga þýðir æðruleysi jafnvægi, en kannski hef ég ekki hugmynd um hvað æðruleysi þýðir enda er ég langt frá því að komast í æðruleysisflokkinn? |
Lífstíll | 27.2.2008 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar