Færsluflokkur: Tónlist

Blessuð tónlistin

Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem ég les eitthvað viðtal eða yfirheyrslu í sambandi við tónlist  í fjölmiðlum þá er nokkuð pottþétt að ég kannast ekkert við tónlistina sem listamennirnir nefna sem sitt uppáhald.  Samt er ég einsog margir vita með virkilega góðan smekk á tónlist, ef það er þá hægt að vera með tónlistarsmekk yfir höfuð.  Ég gruna marga um græsku í tónlistarbransanum sem segjast í viðtölum hafa mjög gaman að indverskri þjóðlaga tónlist, ég held að margir í bransanum svara nú stundum bara svona til að reyna halda kúlinu og fá okkur hin til að hugsa um það hvað við erum eitthvað miklir kjánar alltaf.  Síðan er annað sem lífsgátan hefur tekið eftir og það er hvað margir tónlistarmenn virðast alltaf fíla svo gjörólíka tónlist en þeir sjálfir spila og lifa jafnvel af, humm.  Kannski er þetta allt bara eitthvað rugl í kollinum á mér, það getur velverið að listamenn séu bara víðsýnni og opnari en við hin.  En eitt er víst að tónlistin er nauðsynlegur þáttur í tilverunni og það eru listamennirnir sem búa hana til.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband