Athvarf fyrir heimilislausa áfram rekið á Njálsgötu

Kallarnir læðast með veggjum til að vekja ekki börnin á leikskólanum og trufla ekki aðra nágranna. Ég held að það sé nú hægt að fá verri nágranna en kallana á Njálsgötunni sem þakka fyrir kvöld og morgna að hafa þak yfir höfuðið. Það hefur eflaust verið þung spor að flytja inn hinsvegar þegar nágrannarnir voru búnir að kvarta yfir þeim áður en þeir mættu á svæðið. En auðvitað er fólk áhyggjufullt yfir því að fá svokallað óreglufólk í hverfið sérstaklega þá barnafólk held ég, humm hvernig hljómar þetta. Ég ætla nú samt að óska köllunum til hamingju með það að vera orðnir Njálsgötubúar og lifa í sátt og samlyndi við menn og dýr. Þá er bara að loka Njálsgötunni í báða enda og slá upp góðu grilli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband