Færsluflokkur: Bækur

Sannsöguleg Skáldsaga

Það er kalt og ég klæddur í þunnann nylon jakki sem ég fékk í einhverjum skiptunum, húsin á Njálsgötunni taka á móti mér með sama þunglyndis svipnum og venjulega og varpa dimmum blæ yfir ástandið sem ég er í, þau eru bara hérna og munu vera hérna áfram.  ég stefni á Iðnskólann og velti því fyrir mér hvort spjall við Guðstein muni breyta einhverju og hvort andlega vakninginn sé á næsta leiti eða kemur hún kannski bara með flugeldunum á gamlárskvöld. 

Guðsteinn er AA maður af Guðs náð og heldur sér réttu megin við samfélagið með hjálp Guðs eins og hann skilur hann?  Ég er ekki að fara í tíma enda Guðsteinn ekki kennari heldur á körfuboltaplanið við skólann þar sem við tökum reglulega spjall og ég  styrki hann í sinni edrúmennski með þvi einu saman að mæta á svæðið og sýna honum sýna brengluðu sjáfsmynd einsog hún gæti verið.  Sæll Bjartur hvað segist.  Allt ljómandi einsog vanalega en þú,  bara góður alveg er það merkilegt hvað það er alltaf allt fínt hjá þér, verra að útlitið er ekki í samræmi við það, þú virðist þjást af vannæringu.  Nei Guðsteinn maður er bara í aðhaldi, ég sé að þú nærist vel í edrúmennskunni. 

 Betra að vera feitur en fullur segir Guðsteinn og hamast á spalding boltanum einsog hann hafi gert honum eitthvað.  Jæja Bjartur þú átt alltaf nóg af pening fyrir neyslunni, já guffi minn Guð sér um sýna?  Guðsteinn lítur upp með undrunarsvip og um leið sár yfir sjóninni sem blasir við honum.  Bjartur þér vantar samfélag við Guð.  Þú meinar svona samkomur er það ekki.  Nei ég meina að finna fyrir nærveru Jesú Krists.  Hann dó fyrir ansi mörgum árum síðan Gusteinn minn ef þú hefur ekki frétt það.  Alltaf sami hrokinn?  Nei guffi minn, ég er raunsær það er allt annar handleggur.  Af öllum trúarbrögðum ert þú viss um að þín eru þau einu sönnu, en öll hinn einhver misskilningur er það ekki.  Til þess að verða edrú þarftu að breyta um viðhorf og opna þig fyrir einhverju öðru en þínum viðhorfum.  Já þú meinar það, hafa enga skoðun er það ekki, ég meina það að vera ekki svona endalaus fastur í sjálfhyggjunni.  Guffi minn er það ekki hálf asnalegt að trú á eitthvað sem þú hvorki sérð eða hefur vísindalegar sannanir fyrir, ja ég er ódrukkinn er það ekki?

 


Bækur auðga andann

Ákvað að láta verða að því að lesa Laxnes í fyrsta skipti enda verið á leiðinni lengi.  Síðan bíður Dagur Fagur prýðir veröld eftir Jón Björnsson eftir mér á náttborðinu.  Ég held að margir gefist upp á Laxnes vegna þess að lesninginn getur verið svolítið torveld.  Jón er held ég mun léttari að lesa allavega fyrir mig, eða stafsetningin allavega.  Englar Alheimsins var alveg frábær lesning þó svo maður hafi séð myndina margoft en Einar már snillingur að mínu mati.  Uppreisn án landamæra var einnig fín lesning, bókin er skrifuð í samvinnu við Marc Vachon sem er fárveikur maður á geði að mínu mati.  Hvítt á svörtu er beinskeitt bók um Ruben Gallego, rithöfund sem elst upp á Sovéskum stofnunum og er skrifuð af honum sjálfum þó svo hann hafi verið talinn handa og fótalaus hálfviti af læknum og starsfólki þessara földu stofnana í rússlandi.  Gaman var líka að lesa Flugdrekahlauparann og fá nýja sýn á menningu og mannlíf í Afganistan í staðinn fyrir þessa Amerísku dellu sem er alltaf troðið uppá á fólk, Bókin fer rólega af stað, þannig ekki gefast upp of fljótt.  Khaled Hosseini skrifar bókina og á hrós skilið fyrir en er svolítið lengi að koma sér af stað.  Síðan er bara að skella sér í jólabóka flóðið.  Góða skemmtun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband