Vantar fleiri söngvara og leikara?

Það getur verið hálf þreytandi og að sama skapi broslegt að fylgjast með fjölmiðlum á Íslandi.  Þú kveikjir á útvarpinu þegar þú ert á leiðinni í vinnuna og þar er söngvari X að renna yfir lífshlaup sitt sem tónlistarmanns og fjölskyldumanns.  Í vinnunni er árshátið á næsta leiti og auðvitað verður aðal atriðiðið söngvarinn X.  Þú kíkjir með vinnunni í hádegismat og á næsta borði er söngvari X.  Um kvöldið er Íslensk mynd í sjónvarpinu, og með eitt aðal hlutverkið fer auðvitað söngvari X sem reyndar er auðvitað ekki leikari heldur söngvari.  Þar sem þú veist eiginlega allt um söngvarann eftir að hafa lesið ævisögu hans þá nærðu aldrei að tengja hann við hlutverkið, þannig að þú ferð bara að sofa eftir að hafa hlustað á rólega tóna í kvöldþættinum þar sem síðasta lagið var með söngvaranum X.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

ekki gleyma því að söngvarinn eða leikarinn X hefur nefnilega þennann X-factor

en góður  

Gísli Torfi, 31.3.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband