Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þarf Lögreglan byssur?

Fréttir af útlendingum á Íslandi tröllríða fjölmiðlum þessa dagana, margir útlendingar setja skemmtilegann svip á mannlífið og bæði krydda það og bæta.  Hópur ungs fólks í Reykjanesbæ hefur stofnað félagið ÍSÍ,eða Ísland fyrir Íslendinga enda kaninn farinn og ekkert orðið að gera í Keflavíkinni?  Ég sá nú blaðaviðtal við þessa krakka og var hún svo barnaleg að ég held að þau ættu nú frekar að reyna að mæta í stoðtíma í Íslensku heldur en að halda út þessari vitleysu sem þau hafa ekkert vit á.  Ég vinn nú með nokkrum útlendingum sem eru að gera fína hluti hver á sýnu sviði enda er ekki hægt að setja alþjóðlegt samfélag sem Ísland er orðið undir einn hatt.  En ekki eru allir útlendingar að gera góða hluti eins og þeir sem réðust á lögregluna, árásin virðist hafa verið skipulögð og fyrsta sem mér datt í hug væri hvort lögreglan þyrfti orðið að ganga með byssur því ég held að gamla góða kylfan og flautan séu orðinn úrellt eða var kannski ekkert sprey í vasanum hjá lögreglunni.  Það er langt síðan miðbærinn breyttist til hins verra og ég held að lögreglan þurfi að vera viðbúinn alveg einsog sýnileg 

Eru fatlaðir vesen?

Ég var að hugsa það í gær afhverju ætli standi á því að fólk sem vinnur í umönnunnar störfum séu með svo lá laun, ástæðan fyrir því að ég var að velta þessu fyrir mér er sú að ég vinn með fötluðum og þarf ég að treysta svoldið á aukavinnuna til að dæmið gangi upp hjá mér.  Það að þurfa að treysta á aukavinnuna er stundum eilítið pirrandi og þreytandi.  Í miðri hugleiðingu var mér kippt ansi harkalega niður á jörðina þegar ég kíkti í fréttablaðið og las að einhverfur drengur fái 4200 kr í mánaðarlaun fyrir vinnu sína.  Ég varð svo hneykslaður að ég dauðskammaðist mín eiginlega.  Því næst fór ég að velta því fyrir mér hvort fatlaðir væru álitnir vesen, ætli ríkið líti þannig á að fatlaðir séu hópur sem það sitji uppi með og það sé best að vera ekki að pirra sig á þvi, frekar að reyna að komast sem ódýrast frá þessu.  Ég varð vitni að því í síðustu kosningum að fatlaðir einstaklingar sem ég þekki fengu send bréf frá stjórnmála flokkum þar sem var beðið um stuðning í komandi kosningum en því miður gátu vinir mínir ekki lesið póstinn sinn enda kunna þeir ekki að lesa. stjórnmála mennirnir hefðu kannski frekar átt að kíkja í heimsókn eða kannski var það bara of mikið vesen?

Snillingar á Þingi?

Gífurleg pressa hefur verið á starfsmanni lífsgátunnar að byrja að blogga aftur enda er á nógu að taka?  Rigning og rok setur mark sitt á landan og vilja margir skríða undir feld, jólastressið bíður lokkandi og stressandi og landið komið í hvíta kalda gallann, allavega í bráð.  Annars finnst mér hreint ótrúlegt að fylgjast með Alþingi þar sem vissir snillingar eru að ræða um ágæti þess að dreifa brennivíninu en meira um landið og gera það aðgengilegra fyrir Íslendinga, vonandi sofa þeir vel þegar heilu fjölskyldurnar leysast upp eða þegar barnið kemur í lögreglufylgt brennivínsdautt af ódýrum bónusbjór.  Aukið aðgengi kallar á ódýrara vín sem þýðir meiri neysla, þetta mun ekki styrkja sveitarfélögin eða hvaða rök sem þeir notaAngry .  Sigurður Kári og félagar kalla svo á málefnalega umræðu, þetta er svo mikil hringavitleysa að ætla horfa fram hjá vandanum og beita afneituninni á þetta að það er ekki hægt að tala við þá snillinga á málefnalegum grunni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband