Færsluflokkur: Dægurmál

Athvarf fyrir heimilislausa áfram rekið á Njálsgötu

Kallarnir læðast með veggjum til að vekja ekki börnin á leikskólanum og trufla ekki aðra nágranna. Ég held að það sé nú hægt að fá verri nágranna en kallana á Njálsgötunni sem þakka fyrir kvöld og morgna að hafa þak yfir höfuðið. Það hefur eflaust verið þung spor að flytja inn hinsvegar þegar nágrannarnir voru búnir að kvarta yfir þeim áður en þeir mættu á svæðið. En auðvitað er fólk áhyggjufullt yfir því að fá svokallað óreglufólk í hverfið sérstaklega þá barnafólk held ég, humm hvernig hljómar þetta. Ég ætla nú samt að óska köllunum til hamingju með það að vera orðnir Njálsgötubúar og lifa í sátt og samlyndi við menn og dýr. Þá er bara að loka Njálsgötunni í báða enda og slá upp góðu grilli.

Ég þarf ekki hlæjandi heimsfræga Íslendinga í sjónvarpinu.

Ég er að lenda í óvissu kreppu einsog staðan er í dag, samt ætla ég nú að renna í gegnum þetta.

  Ég nefnilega sagði upp vinnunni fyrir kreppu og þarf að fara að ákveða hvað ég vill gera enda er uppsagnarfresturinn að renna út. Auðvitað eru allir að halda að sér höndum þessa dagana þannig að óvissu kreppan ekki það besta í stöðinni en ég veit að eftir nokkra mánuði glotti ég við tönn og sé hvað núverandi tími hefur kennt mér mikið.

  Ég heyrði einu sinni viðtal við fjármála sérfræðing í útvarpinu sem sagði að þegar  kreppir að hjá fólki þá sé best að byrja á því að taka til heima hjá sér, þetta fannst mér gott.

Ég hef alltaf haft þetta á bakvið eyrað og mun eflaust gera áfram.  Ástandið í þjóðfélaginu er alvarlegt en getur eflaust verið mjög svo lærdómsríkt fyrir marga þar á meðal mig

Nú er um að gera að standsetja sig, skoða hverjir eru þínir nánustu og hvað get ég gert til að hlutirnir gengi sem best. 

Ég þarf ekki heimsfrægu hlæjandi íslendingana í sjónvarpinu til að klára kreppunu.

 

 


Miðbærinn breytist en samt ekki?

Það er að rísa skemmtilegt hverfi niðrí bæ ef þú labbar í átt að vesturgötunni, fullt af veitingastöðum sem gaman er að kíkja á t.d nokkrir fiskistaðir sem setja skemmtilegann svip á þetta hverfi sem manni fannst alltaf hálfþreytt eitthvað.  En það er eitt sem er mjög leiðinlegt með miðbæinn, það er leiguverðið sem virðist ekkert breytast þrátt fyrir hægðir og lægðir á markaðinum.  Ekki það að ég sé að leita mér að húsnæði í 101.  Ég er bara bloggari sem finnst þetta þreytandi, hin og þessi hreysi eru leigð út á morðfjár, jafnvel ekki með salernisaðstöðu.  Þarf ekki að fara að setja einhverjar alvörureglur um þetta.  Þessi hreysi ættu nú eiginlega bara að leigja út eina nótt í einu, svona einsog þriggja dollara herbergin í útlandinu???

Meðferðar gangur á Litla Hrauni

Fyrir átta árum mættu tvær konur á teig við flókagötu og kynntu sig sem fangaverði á Litla Hrauni.  Ástæðan var sú að þær voru komnar í starfþjálfun vegna fyrirhugaðrar meðferðardeildar á litla hrauni.  Þær voru fullar tilhlökkunar og eldmóðs vegna fyrirhugaðrar meðferðarvinnu fyrir austan. Fólk hugsaði með mér hvað það væri nú gott að vera ekki á hrauninu, ekki það að þær hafi verið eitthvað slæmar.  Nú átta árum seinna hef ég lesið nokkuð um nýjan meðferðargang á litla Hrauni og einnig um tíð andlát fanga síðustu ár.  Það sem ég skil ekki er afhverju meðferðarvinna á Litla Hrauni er ekki kominn lengra á veg en staðreyndir sýna.  Ég varð vitni að því árið 2006 þegar fyrrverandi fangi tók sýn síðustu skref í að klára dóm, hann var brattur og sprækur og allra manna glaðastur.  Tveir dagar voru í langþráð frelsi þegar vonleysið skall yfir og allt varð svart, þvílíkt niðurbrot og þunglyndi að allir urðu steinhissa á þessum kraftmikla einstaklingi.  Er kannski Litla Hraun baggi á þjóðfélaginu sem poppar upp annað slagið í fjölmiðlum.  Er litla Hraun kannski ekki eins mikill lúxus og fólk heldur oft.  Eru kannski pillurnar hættar að vera töfralausnin.  Eru kannski of ungir fangar vistaðir á Litla hrauni.  Það á ekki að taka átta ár að koma upp meðferðar úrræði á Litla Hrauni, eða hvað finnst þér?

Úreltir Kjarasamningar

Ég var að reyna að komast inn á vissa linka á síða SFR til að kanna kjarasamninga en auðvitað varð skjárinn auður alltaf á versta tíma?  Er þetta ekki típískt, Allir vilja að þú vinnir þína vinnu af krafti og heilindum en oft er fólk ekki að fá það til baka sem það á inni.  Vandamálið með kjarasamninga er það að þeir oft svo fáranlega langt frá raunveruleikanum að það nær engri átt.  Matvís er alltaf eldsnöggir að klára kjarasamninga enda vita þeir að það fer enginn eftir þessum samningum sem þeir koma í höfn.  Kjarasamningarnir hjá þeim eru tíu til fimmtán árum á eftir.  Það eru fimmtán ár síðan ég byrjaði að þjóna fyrst og en hef ég ekki hitt framreiðslumann eða matreiðslumann sem  er á launum eftir kjarasamningum og það segir allt sem segja þarf.

Morgunblaðið breytti fyrirsögninni minni?

Um daginn birtist blogg eftir mig í morgunblaðinu með fyrirsögninni "Eru feministar djöfullegir".  Í fyrirsögninni var ég að velta fyrir mér staðhæfingu hjá pretikara á sjónvarpsstöðinni Omega sem sagði að það væru djöfulleg öfl í gangi í þjóðfélaginu sem kallast femistar.  Ekki veit ég hvort morgunblaðinu hefur hlupið kapp í kinn eða hvort þeir hafi viljað koma sínum skoðunum að vegna þess að þeir breyttu fyrirsögninni og skrifuðu "Djöfullegir femistar".  Sitt sýnist hverjum en morgunblaðið verður bara að blogga fyrir sig og ekki vera að nota mig til að koma sýnum skoðunum á framfæri enda er ég annálaður vinur femista, allavega finnst mér femistar ekki vera "djöfullegir".

Ert þú í Halla og Ladda leik

Ég hef verið þónokkuð í heimsókn niðri á Landsspítala síðustu daga og var bent á það hvað það væru margir útlendingar í láglaunastörfunum t.d þrifunum.  Það var svo sem augljóst en ég fór samt að hugsa það hvað það væri lítið um bros á vörum fólksins sem var að þrífa.  Í kringum áramót hugsaði ég liðið ár og fór að hugsa um námskeið sem ég fór á hjá SSR.  Þar var dönsk kona sem vinnur hjá SSR að kynna verkefnið fiskinn sem er í gangi hjá SSR.  Fiskurinn gengur út á það að allir eru glaðir og hressir í vinnunni.  Hún sagði að aldrei hefði vantað jafn lítið af fólki á starfsstöðvar SSR og bað síðan um spurningar.  Ég rétti upp hönd í anda verkalýðsins og spurði hvort það hefði bara ekki verið erfitt að manna starfsstöðvarnar út af lágum launum.  Sú danska horfði á mig og bað um næstu spurningu en ég glotti við tönn.  Ég skil ræstitæknana á landspítalanum vel að nenna ekki að vera í einhverjum Halla og Ladda leik í vinnunni, kannski væri rétt að mæla þessa svokölluðu velmegun á þeim lægst launuðu? 

Ágætis frasar.

Á littlu ferðalagi í gegnum blogg heiminn birtist Margslúnginn tilfinningar rússibani sem inniheldur t.d pirríng, gleði, dónaskap, samúð, fordóma, skilning, misskilnig.  Ólgandi orka þeytist í gegnum huga fólks þannig að fólk lemur lyklaborðið og óskaði sér að það gæti frekar talað við tölvuna frekar en að pikka bloggið inn.  Sumt rétt en sumt rangt eins og gengur og gerist.  Ég hef séð fólk tengt við glæpi sem það átti engann þátt í og held ég að við bloggarar ættum að hugsa allavega vel um að hafa staðreyndir og mannanöfn á hreinu áður en við dæmum fólk og málefni.  Í svona littlu samfélagi er auðvelt að finna tengsl hér og þar.  "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum".  Ekki ætla ég að hvítþvo sjálfan mig neitt með þessu bloggi, ég hef sett blogg sem gæti hafa sært einhvern en allt í einu mundi ég hinn frasann sem hljóðar svona"aðgát skal hafa í nærveru sálar.

Til hamingju Suðurnesjamenn

Í byrjun September byrjar göngudeildar þjónusta í Reykjanesbæ fyrir áfengis og vímuefnasjúklinga og aðstaðendur þeirra, það er Erlingur Jónsson sem á heiðurinn að þessu verkefni og ánægjulegt að sjá hvað aðsóknin hefur margfaldast á síðuna hjá honum forvarnir.bloggar.is.  Fyrir fíkla og aðstaðendur þeirra mun þetta gjörbreyta batahorfum þeirra því fyrir marga er erfitt að þurfa alltaf að leita til Reykjavíkur þegar fólk á erfitt með að koma sér út fyrir hússins dyr.  Erlingur hefur þurft að opinbera sig og son sinn þónokkuð fyrir þetta verkefni og eiga þeir heiður skilið fyrir það, ég er ekki í vafa að þetta á eftir að borga sig um leið og starfið byrjar því að um leið og fyrsta fjölskyldan er búin að fá hjálp og er kominn í góða höfn þá er sigur unninn. 

Sárþjáður Strætóbílstjóri

Ég hef aldrei hitt neinn sem er ánægður þegar strætó kemur með nýtt leiðarkerfi?  Taka þessir aðilar sem semja kerfið aldrei strætó eða.  Kannski hitti ég þessa ánægðu bara ekkert, það getur vel verið, en ég hitti samt strætó bílstjóra í gær sem var ekki sáttur og líka sárþjáður?  Eftir að hafa tekið leið 24 frá Höfðabakka að Spöng ætlaði ég að taka leið 31 frá Spönginni kl 10,51 svo ég myndi nú mæta tímanlega kl 11 í vinnuna.  Eftir smá bið mætir leið 31 og stekkur bílstjórinn úr vagninum og inn í kaffiskúr, fær sér eflaust einn kaffi og kemur síðan aftur og býst ég við að við leggjum í hann von bráðar?  Mér til mikillar furðu tekur bílstjórinn upp símann og lætur einhvern starfsmann heyra það hjá strætó og það í tíu mínútur.  Loks hveður hann viðmælandann sem eflaust hefur verið dauðfeginn og leggur af stað kl 11,05 og ég orðinn alltof seinn, þegar við nálgumst Barðastaði spyr ég bílstjórann hvort þessi leið eigi ekki að virka fyrir mig, hann segir að þetta sé vonlaust leiðarkerfi og þeir standist engar tímaáætlanir, ekki furða hugsa ég þegar þið hangið í símanum í vinnutímanum og leggið alltof seint að stað, að lokum hvetur hann mig til að hringja í strætó, ja ég var nú frekar að hugsa um leigubíl,  og segir mér að ekki sé þetta kerfi að laga gyllinæðana hjá sér?  ekki veit ég hversvegna hann gerðist svona persónulegur í lokin, honum hefur eflaust fundist ég svona traustverðugur og ekki líklegur að fara að blaðra um þetta á netinu?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband