Já og nei

Ég er búin að vera að naga mig í handarbökin síðan í byrjun mánaðarmóta út af aukavinnu sem ég tók að mér í þessum mánuði, ástæðan er að ég var búin að lofa mér í aðra aukavinnu þannig að Júlí fer eiginlega bara í vinnu og trúið mér að ég væri alveg til í að eyða tímanum í eitthvað annað í þessari blíðu.  Stundum eigum við erfitt með að segja bara stutt og laggott nei en stundum þarf maður bara á pening að halda, í miðju nageríi fór ég að hugsa um dönsku tímanana í gaggó þegar Jónína kennari spurði okkur hvort við ætluðum að vinna í fiski alla ævi, hún hefði kannski átt að spyrja okkur hvort við ætluðum að vinna hjá ríkinu alla ævi enda held ég að hún hafi líka hætt að vinna við kennslu nokkrum árum seinna.  Spurningin hjá Jónínu var auðvitað alveg fáranleg því í gaggó var ég ekki hæfur til að læra heima hvað þá að skipuleggja framtíðar starfið mitt, það er fyrst núna sem ég er að æfa mig í að segja já og nei

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg óþolandi að segja já þegar maður meinar nei........hehehe

Albert Ólafsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband