Myspace

Ég held ég sé búinn að eignast fjórtán nýja vini núna á einni viku?  Suma hef ég aldrei hitt en aðra hitti ég oft og iðulega.  Ástæðan að ég eignast svona ört vini er að ég setti upp myspace síðu, já það er ekki það að ég sé hlaupandi um alla Rkv að leita mér að vinum heldur er það þannig að ég er flakkandi um allann heim og forvitnast um fólk.  Nýtt fólk sem ég kynnist á síðunni kemur mér kannski ekkert voðalega á óvart en það er fólk sem ég kannast við sem kemur mér mest á óvart því ég er kannski búinn að gera mér ákveðnar skoðannir um það fyrirfram t.d, einn sem ég hélt að hlustaði aðalega á þungarokk en er hinsvegar mest fyrir ljóðalestur og svona hippareggí.  Önnur stelpa sem er vinur minn á síðunni á engin börn en ég hef alltaf álitið hana tveggja barna móður.  Annars byrjaði ég daginn á því að hitta fullt af félögum mínum í félagsskap sem ég stunda og var að hugsa hvað það er gott að tilheyra góðum hóp af fólki því það eru ekki allir sem eiga kost á því.  Ég tek oft hlutunum og lífinu sem sjálfssögðum hlut sem ég held að ég eigi ekki að gera?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, netið hefur vissulega sína kosti...... Myspace rules....

Albert (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband