Tíminn líður hratt á gervihn

Ég sat á fundi í gær og fór að hugsa hvað lífið væri stutt í raun og veru?  Það er margt sem minnir mig á það í raun og veru, fyrir tveimur árum en virðist vera fyrir hálfu ári ætlaði ég að setja INXS á fóninn í partý sem ég var í en uppskar undrunarsvip frá vinkonu minni sem hafði aldrei heyrt um þessa frábæru hljómsveit, seinna meir þegar ég sá þessa frábæru hljómsveit í sjónvarpsþætti skildi ég hvers vegna hún þekkti ekki sveitina enda voru þeir orðnir ansi sjúskaðir.  Í gær fór ég niðrí bæ til að versla jakka, ekki fór ég í spútnik eða aðra álíka búð til að versla heldur endaði ég á að finna mér mjög flottann jakka í herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar að sjálfssögðu, nema hvað.  Ég á gallabuxur sem eru orðnar ansi snjáðar og ekki fer ég að ganga í rifnum gallabuxum, auðvitað ekki.  Ég gæti haldið endalaust áfram en til að bæta gráu ofan á svart þá fór ég að hugsa hvenar ég ætti að hætta í veitingabransanum fyrir fullt og allt.  Er ég virkilega byrjaður að hugsa um starfslok,ég hlýt að eldast svona ofboðslega hratt, afhverju eru vinir mínir að tala um að þeir séu byrjaðir að grána í vöngum, þetta getur ekki verið að gerast?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló,halló bróðir,þú ert sá yngsti í systkynaflórunni ég sú elsta eins og þú talar ætti ég að vera komin undir græna torfu. En svona er nú lífið sumir eru víst fæddir gamlir,aðrir eru ungir í anda.Jæja gamli minn til hamingju með nýja jakkann.Kær kveðja frá systir sem enn er ekki farin að versla í lífstykkjabúðinni.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ert þú ennþá lifandi systir?  Þarf ekki að fara panta eitthvað pláss fyrir þig???????

Eysteinn Skarphéðinsson, 22.6.2007 kl. 15:35

3 identicon

Hæ brósi gamli,  jú endilega pantaðu en þú veist að það er ódýrara að senda mig til Kanarí en á elliheimili  daggjöldin eru svo dýr. Annars allt gott að frétta Siggi og co koma annað kvöld þannig að það er best að hella sér í brúnkumeðferðina. Maður verður að vera samkeppnisfær við handleggina á drengnum Jæja sjáumst kveðja systir.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband