Blótandi göngugarpur?

Ég lagði af stað frá Strandgötu labbandi kl 13 niðrá Lækjargötu og þar upp í kúnígúnd á Laugarvegi, síðan niður skólavörðustíg og upp hverfisgötu í banka á hlemmi þaðan í farsímalagerinn og var hluturinn sem mig vantaði ekki til þannig að ég ákvað að labba bara til tannsa og borga sumarfríið hans, tannsi auðvitað í fríi þannig að ég gekk niður síðumúlann í átt að skeifunni, djöfull ég gleymdi ætlaði að kaupa skyrtu fyrir Laugardaginn, andskotinn held ég sé að fá sár eftir allt þetta labb tek bara strætó hjá Hagkaup, djöfull rétt missti af strætó og nýtt ömurlegt strætó kerfi komið í gagnið, helvítis tek bara 15 en þarf þá að labba þónokkurn spöl.  Svona er þetta bara, dagarnir eru misjafnir

Allt hægt með viljanum og vasahníf

Ótrúlegt hvað mannskepnan getur boðið líkamanum og huganum upp á.  Aron Ralston er mikill útivistar maður og virðist það vera hans helsta ástríða.  Þessi maður lenti í því að grafast í snjófljóði og bjargast giftusamlega úr því.  Nokkru seinna var hann við klettaklifur í Blue John Canyon í Utah og var einn á ferð í djúpu gili þegar stór steinn losnaði og klemmmdi handlegg hans fastan.  Eftir sex daga fastur í gilinu var Aron farinn að finna fyrir vökvaskorti og hitasótt.  Til að gera langa sögu stutta þá losaði hann sig með því að brjóta bæði radíus og ölnarbeinið og skera sundur húð, sinar, og vöðva og sarga þannig í sundur handlegginn.  Innan við tveimur árum seinna reyndi hann að klífa hæsta fjall Suður Ameríku, ekki veit ég hvernig sú ferð gekk  

Þekki ekki manninn

Um daginn var kynntur til sögunnar nýr starfsmaður í félagsskapnum sem ég sæki stundum?  Því miður er það maður sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér, hann talar leiðinlega og hreyfir sig leiðinlega, mér finnst hann montinn og líta niður á fólk.  Ég er nokkuð viss um að hann er svokallaður loddari, já ég held að hann sé ekki vel að guði gerður, nokkuð pottþéttur á þessu en get ekki verið viss því ég þekki hann ekki neitt og hef aldrei talað við hann.  Nóg um það, það sem ég fór að hugsa í framhaldi af þessu var það að það er eflaust einhver þarna úti sem hreinlega þolir mig ekki, hvernig ég tala og hreyfi mig og kem fram við fólk, ef þú ert að lesa þetta þá væri gaman að hitta þig og leiðrétta þennan misskilning, ég gæti sagt þér hvað ég er fínn náungi og við verðum eflaust hinir mestu mátar bara ef þú gefur þér tíma til að kynnast mér? 

kurteisi

Hjá mér kemur kurteisin við sögu nánast alla daga og eflaust hjá öðrum líka þó svo maður hugsi kannski ekki mikið út í það.  Bæði störfin sem ég starfa krefjast þess að ég sé kurteis, bæði við samstarfsfólk og þá sem ég vinn við að aðstoða.  Um daginn fór ég að hugsa út í það afhverju útlendingar virðast alltaf vera kurteisari en við Íslendingar td á veitingahúsum?  Ætli það sé agaleysi eða það frjálsræði sem við ölumst upp við, eða er það eitthvað annað. Í miðjum þönkum um kurteisi rölti ég út í sjoppu til að redda mér nauðsynjum, ég sagði afgreiðslumanninum hvað mig vantaði og hann snaraðist til að taka það til.  Meðan ég beið eftir vörunum fór ég að hugsa það hvort ég ætti að þakka fyrir mig eftir að hafa borgað, eftir stutta umhugsun ákvað ég að þakka fyrir mig.  Það að þurfa að hugsa sig um hvort ég ætti að þakka fyrir mig lýsir kannski hvað ég er kurteis í daglega lífinu því oft er ég ekkert að hugsa um kurteisina

Eilífðar neminn

Það væri  eflaust gaman að fara í skólann sem ég er skráður í næsta haust eða á ég að bíða í eitt ár og fara þá í annann skóla sem ég er skráður í, kannski ég fara bara út í nám, taki bara sumar skóla næsta sumar og læri tungumál, gæti verið að ég ætti að fara í eitthvað iðnnám og velja eitthvert fag sem ég hef gaman að í þetta skiptið? En að reyna við háskólann og prófa kannski tvö fög þar, það væri kannski best að drífa sig á tölvunámskeið fyrst, mig langar samt ofboðslega til að fara í tónlistarskóla og læra á gítar?  Þegar ég útskrifaðist árið '2000 þá ætlaði ég aldrei aftur í skóla ??????

Blessuð trúin

Þegar ég vakna á morgnana og geri mér grein fyrir því hvar ég er staddur og hvort ég sé á förum í vinnu eða hvað þá byrja hinar og þessar pælingar að streyma í kollinn á mér, um daginn var það blessuð trúin?  Trúin er eitt það viðfangsefni sem mest hefur verið rifist um í gegnum tíðina en ekki nenni ég að rífast um hana hérna.  Hins vegar getur verið gaman að ræða trúmál og fá skoðanir annarra, það gerir manni bara gott en það virðist alltaf vera þannig að sumir þurfi að flækja málin of mikið fyrir sér.  Það minnir mig á manninn sem hitti einu sinni í rútu á leið vestur, þessi maður fræddi mig um það að sannleikurinn væri allur af eðlisfræðilegum toga og ekki rengji ég það en þegar ég steig út úr rútunni þá var eins og ég væri að koma úr fornleifafræðitíma.  þessi hafsjór af fróðleik var eiginlega búin að breytast í forarpytt.  aðrir taka sér skýrn á fullorðnis árum og kveðja gamla lífið og allt sem því fylgdi, byrja að bera út fagnaðarerindið og lifa eftir boðorðunum enda með hreint borð?  Aðrir verða fyrir fordómum út af trú, einsog Írakinn sem ég tók glas með forðum í danaveldi, hann var útskúfaður af dönsku kvenþjóðinni um aldur og ævi fyrir það eitt að kíkja í kóraninn af og til og bað mig endilega um að hjálpa sér, ég sagðist ætla að biðja fyrir honum???

Frjáls í smástund

Ég skellti mér um daginn og verslaði mér tölvu svo ég gæti nú bloggað fyrir ykkur,eins og alvöru Íslendingur þá verslaði ég hana á tölvukaupaláni sem ég ætla auðvitað að borga upp í einu lagi sem ég geri auðvitað aldrei, nema hvað þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði að fletta mér upp þá var ég týndur í kerfinu.  Fyrst varð ég undrandi en þegar ég hugsaði málið betur varð ég auðvitað óstjórnlega glaður.  Allar syndir síðustu ára týndust í gleymskunar haf og ég fylltist frelsis tilfinningu sem aldrei fyrr.  Allar röngu ákvarðannirnar strikaðar út á einu bretti, engar áhyggjur af greisluþjónustu, íbúðarlánasjóður ekki til, fasteignagjöld ekki inn í myndinni, greiðsluþjónusta aldrei heyrt á það minnst, ég sá fyrir mér mynd þar sem ég ligg á ströndinni og slaka á yfir drykk skreyttann með sólhlif.  Allt í einu skall það á mér sem alla frjálsa menn kvíðir, komið þú ert fundinn.  Ég skrifaði undir og dreif mig í vinnuna því ekki borga skuldirnar sig sjálfar

Er að koma

Er að koma

Engar skyndiákvarðannir

Alveg ótrúlegt hvað hugurinn getur stjórnað líðaninni?  Síðustu mánuði hef ég oft komið mér í þannig stöðu að ég hef virkilega þurft að spá í því hvað ég er að gera og hvernig hef ég hagað mér.  Ef ég er með hroka eða sjálfselsku þá er nokkuð öruggt að dagurinn er erfiður,ef ég er með bjartsýni og æðruleysi í fyrirrúmi þá verður dagurinn góður.  Ég styð það að fólk hafi sýnar skoðanir og standi með þeim og einnig það að aðrir geti haft öðruvísi skoðanir og það þurfi að virða, en það getur bara verið svo erfitt stundum.  Þannig að ég ætla að æfa mig í því að fara hinn gullna meðalveg og taka ekki skyndiákvarðanir því flestar vitleysur sem ég hef framkvæmt hef ég fengið í hausinn?

Magnaður karakter

Ég ákvað einn sunnudag um daginn að skella mér í kolaportið sem er ekki frásögufærandi.  Þar byrjaði ég að taka einn hring einsog vanalega og fá mér einn kaffi síðan, ég er eflaust svolítið vanafastur því ég sest alltaf á sama stað eða alveg útí horni.  Kaffið bragðaðist hræðilega en mér var alveg sama um það, ég var að virða fyrir mér mannlífið og taka hugleiðslu á þetta?  Sæll vinur segir gamall maður og tillir sér hjá mér og kynnir sig og segir mér að hann sé 90 ára gamall og hafi verið í aðgerð um daginn.  Eftir littla kynningu og sjúkrasögu síðustu áratugi segir sá gamli mér að hann hafi verið útgerðamaður allt sitt líf, já segi ég , varstu með stóra útgerð, ég hef átt marga báta og alltaf hugsað vel um mannskapinn segir sá gamli og segir mér frá þegar hann skipti yfir á salt vertíðina '49.  Í miðri sögu af mokfiskeríi tillir Helgi Seljan sér á næsta borð og einhver annar,  sennilega vinur hans sem mér fannst nú ekki merkilegur miðað við minn viðmælanda, en þú vinur ertu á sjó spyr útgerðarmaðurinn,nei ég vinn með fötluðum og er lærður þjónn og vinn við það í aukavinnu.  Sá gamli svarar að bragði, já einhver verður að vinna við það?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband