kurteisi

Hjá mér kemur kurteisin við sögu nánast alla daga og eflaust hjá öðrum líka þó svo maður hugsi kannski ekki mikið út í það.  Bæði störfin sem ég starfa krefjast þess að ég sé kurteis, bæði við samstarfsfólk og þá sem ég vinn við að aðstoða.  Um daginn fór ég að hugsa út í það afhverju útlendingar virðast alltaf vera kurteisari en við Íslendingar td á veitingahúsum?  Ætli það sé agaleysi eða það frjálsræði sem við ölumst upp við, eða er það eitthvað annað. Í miðjum þönkum um kurteisi rölti ég út í sjoppu til að redda mér nauðsynjum, ég sagði afgreiðslumanninum hvað mig vantaði og hann snaraðist til að taka það til.  Meðan ég beið eftir vörunum fór ég að hugsa það hvort ég ætti að þakka fyrir mig eftir að hafa borgað, eftir stutta umhugsun ákvað ég að þakka fyrir mig.  Það að þurfa að hugsa sig um hvort ég ætti að þakka fyrir mig lýsir kannski hvað ég er kurteis í daglega lífinu því oft er ég ekkert að hugsa um kurteisina

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva, á ekkert að koma nýtt blogg. Maður bíður og bíður.......

Albert (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband