Hvar er maðurinn,sem mætti á klakann?

Eins furðulegt og það er nú þá fer ég alltaf að hugsa reglulega um manninn sem birtist á klakanum fyrir nokkrum árum og var talinn látinn.  Hann hafði þá verið í Bandaríkjunum í tuttugu ár held ég og fjölskyldan hafði ekkert heyrt né frétt af honum.  Allavega man ég það að hann var talinn látinn á pappírunum og heyrði ég það að hann hefði jafnvel verið talinn hafa lent í sértrúarsöfnuði þarna úti eða í einhverju misjöfnu, allavega fannst mér þetta hið furðulegasta mál en ekki veit ég afhverju ég fer alltaf að hugsa um þennann mann, kannski er ég einhvern veginn andlega tengdur þessum manni, gæti verið að hann afgreiði mig í sjoppunni eða hafi aðstoðað mig í Bykó um daginn.  Jæja ég skýt spurningunni yfir til ykkar, hvar er maðurinn er hann kannski týndur?Blush

Ertu með Gulrót

Einu sinni skrifaði ég blogg um fólkið í bíómyndunum sem vaknaði alltaf og fór út að skokka fyrir vinnuna á morgnana, ég fór að hugsa um þetta blogg í kvöld þegar ég kveikti á tölvunni og leit á möguleikana sem ég hafði um að velja á einni síðunni.  Það er eitthvað svo mikið að gera eða reyndar sem mig langar til að gera að ég á mestu vandræðum með að koma þessu í röð og reglu.  Einhvern veginn reyni ég samt að púsla þessu saman og reyni að hafa gulrót í hverjum mánuði.  Ég er ekki einn af þeim sem skokka fyrir vinnu og er það nú bara vegna þess að ég nenni því ekki og efast um að ég hafi þennann gríðarlega aga til þess.  En ég held að gulrótin sé mjög mikilvæg vegna þess að ég vill reyna að ná sem mestu af mínum markmiðum og ekki þjakast af eftirsjá seinna meir.  Þegar ég var í Hótel og Matvælaskólanum voru allir á leiðinni erlendis að vinna, ég held að ansi fáir hafa farið eitt né neitt en svona er þetta þannig að gulrótin er nauðsynleg, hún bragðbætir lífið

Eru fatlaðir vesen?

Ég var að hugsa það í gær afhverju ætli standi á því að fólk sem vinnur í umönnunnar störfum séu með svo lá laun, ástæðan fyrir því að ég var að velta þessu fyrir mér er sú að ég vinn með fötluðum og þarf ég að treysta svoldið á aukavinnuna til að dæmið gangi upp hjá mér.  Það að þurfa að treysta á aukavinnuna er stundum eilítið pirrandi og þreytandi.  Í miðri hugleiðingu var mér kippt ansi harkalega niður á jörðina þegar ég kíkti í fréttablaðið og las að einhverfur drengur fái 4200 kr í mánaðarlaun fyrir vinnu sína.  Ég varð svo hneykslaður að ég dauðskammaðist mín eiginlega.  Því næst fór ég að velta því fyrir mér hvort fatlaðir væru álitnir vesen, ætli ríkið líti þannig á að fatlaðir séu hópur sem það sitji uppi með og það sé best að vera ekki að pirra sig á þvi, frekar að reyna að komast sem ódýrast frá þessu.  Ég varð vitni að því í síðustu kosningum að fatlaðir einstaklingar sem ég þekki fengu send bréf frá stjórnmála flokkum þar sem var beðið um stuðning í komandi kosningum en því miður gátu vinir mínir ekki lesið póstinn sinn enda kunna þeir ekki að lesa. stjórnmála mennirnir hefðu kannski frekar átt að kíkja í heimsókn eða kannski var það bara of mikið vesen?

Bækur auðga andann

Ákvað að láta verða að því að lesa Laxnes í fyrsta skipti enda verið á leiðinni lengi.  Síðan bíður Dagur Fagur prýðir veröld eftir Jón Björnsson eftir mér á náttborðinu.  Ég held að margir gefist upp á Laxnes vegna þess að lesninginn getur verið svolítið torveld.  Jón er held ég mun léttari að lesa allavega fyrir mig, eða stafsetningin allavega.  Englar Alheimsins var alveg frábær lesning þó svo maður hafi séð myndina margoft en Einar már snillingur að mínu mati.  Uppreisn án landamæra var einnig fín lesning, bókin er skrifuð í samvinnu við Marc Vachon sem er fárveikur maður á geði að mínu mati.  Hvítt á svörtu er beinskeitt bók um Ruben Gallego, rithöfund sem elst upp á Sovéskum stofnunum og er skrifuð af honum sjálfum þó svo hann hafi verið talinn handa og fótalaus hálfviti af læknum og starsfólki þessara földu stofnana í rússlandi.  Gaman var líka að lesa Flugdrekahlauparann og fá nýja sýn á menningu og mannlíf í Afganistan í staðinn fyrir þessa Amerísku dellu sem er alltaf troðið uppá á fólk, Bókin fer rólega af stað, þannig ekki gefast upp of fljótt.  Khaled Hosseini skrifar bókina og á hrós skilið fyrir en er svolítið lengi að koma sér af stað.  Síðan er bara að skella sér í jólabóka flóðið.  Góða skemmtun

Gaman að listinni

Síðastu ár hef ég æ meira gaman að fólki sem leggir listmannaveginn fyrir sig, listinn er auðvitað mismunandi en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda framboðið mikið.  Einn vinur minn hefur spilað oft fyrir mig lög eftir sjálfan sig og hefði ég gaman að því að horfa á hann á sviði einhvern tímann.  Það magnaða við listina er að þú getur alltaf búið til eitthvað sem enginn hefur gert áður þannig að þannig séð getur hver sem er gerst listamaður, einnig getur listamaðurinn alltaf skýrt út á hvað listaverkið þýðir og hver meiningin er á bak við verkið, síðan er hægt að nota listina endalaust til að vekja fólk til góðverka.  Listinn léttir líka lundina og lýsir upp skammdegið, drepur dauða tímann og leiðinlega tímann fyrir utan að veita fólki kraft þegar á því er þörf.  Enginn er með lélegan tónlistarsmekk eða myndlistarsmekk, bara mismunandi.

Snillingar á Þingi?

Gífurleg pressa hefur verið á starfsmanni lífsgátunnar að byrja að blogga aftur enda er á nógu að taka?  Rigning og rok setur mark sitt á landan og vilja margir skríða undir feld, jólastressið bíður lokkandi og stressandi og landið komið í hvíta kalda gallann, allavega í bráð.  Annars finnst mér hreint ótrúlegt að fylgjast með Alþingi þar sem vissir snillingar eru að ræða um ágæti þess að dreifa brennivíninu en meira um landið og gera það aðgengilegra fyrir Íslendinga, vonandi sofa þeir vel þegar heilu fjölskyldurnar leysast upp eða þegar barnið kemur í lögreglufylgt brennivínsdautt af ódýrum bónusbjór.  Aukið aðgengi kallar á ódýrara vín sem þýðir meiri neysla, þetta mun ekki styrkja sveitarfélögin eða hvaða rök sem þeir notaAngry .  Sigurður Kári og félagar kalla svo á málefnalega umræðu, þetta er svo mikil hringavitleysa að ætla horfa fram hjá vandanum og beita afneituninni á þetta að það er ekki hægt að tala við þá snillinga á málefnalegum grunni

Lagstur í dvala

Jæja kæru lesendur þá er komið að langþráðu fríi hjá starfsmanni Lífsgátunnar.  Eins og lesendur geta ímyndað sér þá tekur það gífurlegan tíma og þrek að reyna að leysa lífsgátuna.  En ég mun samt vinna að rannsóknarvinnu í fríinu því þetta er nú fullt starf í raun og veru.  Bloggin verða ekki fleiri í bili en við sjáum til seinna,þakka lesturinn kv Eysteinn

Bullandi samviskubit

Ég hef verið að fá aukið samviskubit á morgnana þegar ég fæ mér fyrstu sígarettuna og finn hvernig hún rífur í hálsinn, þessi sígaretta hjálpar mér að fara á lappir og hefja daginn , hún bíður alltaf á sama stað þolinmóð og góð.  Hún ætlar aldrei að yfirgefa mig, hún er mun betri en allar hinar sígaretturnar sem ég reyki.  Ég sest alltaf á sama stað með kaffibolla og kveikji í og reykurinn liðast um loftið og sígaretta númer tvö bíður þolinmóð og góð eftir að ég kveikji í henni.  Núna síðustu daga er kominn einhver anti sígarettupúki  í morgunkaffi og hvíslar að mér að þessar sígarettur séu ekkert vinir mínir, heldur séu þetta í raun óvinir mínir sem geri mér bara illt, ég eigi eftir að verða móður af því einu að koma mér fram úr á morgnana ef ég hætti  þessu ekki og fara frekar að eyða tíma og peningum í heilsurækt í staðinn.  Púkinn segir að það að reykja sé bara hallærislegt og sé löngu orðið barns síns tíma svo sé þetta líka fokdýrt, ég er kominn með bullandi samviskubit yfir að reykja og held að það sé bara gott á mig

Til hamingju Suðurnesjamenn

Í byrjun September byrjar göngudeildar þjónusta í Reykjanesbæ fyrir áfengis og vímuefnasjúklinga og aðstaðendur þeirra, það er Erlingur Jónsson sem á heiðurinn að þessu verkefni og ánægjulegt að sjá hvað aðsóknin hefur margfaldast á síðuna hjá honum forvarnir.bloggar.is.  Fyrir fíkla og aðstaðendur þeirra mun þetta gjörbreyta batahorfum þeirra því fyrir marga er erfitt að þurfa alltaf að leita til Reykjavíkur þegar fólk á erfitt með að koma sér út fyrir hússins dyr.  Erlingur hefur þurft að opinbera sig og son sinn þónokkuð fyrir þetta verkefni og eiga þeir heiður skilið fyrir það, ég er ekki í vafa að þetta á eftir að borga sig um leið og starfið byrjar því að um leið og fyrsta fjölskyldan er búin að fá hjálp og er kominn í góða höfn þá er sigur unninn. 

Heimaling eða Hval

Mikið ofboðslega er hvalkjötið gott, ég er búin að vera svo heppinn að borða hvalkjöt núna í tvígang niðrí vinnu á Vín og Skel.  Ef kjötið er rétt steikt þá er það ofboðslega meyrt og gott og ótrúlegt að við borðum ekki meira af þessu.  En ekki eru allir sáttir við hvalveiðar og í eina tíð var hægt að rökstyðja hvalveiðar með því að hann borðaði svo mikinn fisk og er raun alveg ennþá hægt að nota þessa rökstyðjingu, en þar sem ferðamanna iðnaðurinn er sístækkandi þá auðvitað hafa þeir nokkuð sterkann málstað og gera það að úreltri kenningu að hvalurinn hafi alltof mikla matarlyst.  Þ.e.a.s það er hálfgerð pattstaða í þessari umræðu og ekki næst lausn nema að taka alla þættina saman og finna lausn þannig.  Ástæðan fyrir þessu bloggi er sú að ég var með erlenda gesti í mat um daginn og maðurinn ætlaði að fá sér hval en þá greip konan inn í og sagði honum að hann fengi ekki að panta hval sem íslendinga dræpu á svo grimmilegann hátt, karlinn maldaði í móinn en konan stóð við sitt og neitaði að sitja til borðs með honum ef hann pantaði hval, en hann er steindauður sagði karlinn, mér er alveg sama sagði konan en leyfði honum síðan að panta lítinn sætan heimaling sem var auðvitað steindauður upp í eldhúsi.  Ekki veit ég hvort við Íslendingar erum svona ónæmir fyrir þessum veiðum eða hvort útlendingar taki kannski umhverfið í kringum sig svona hátíðlega allavega eru mismunandi skoðannir á hlutunum

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband