Til hamingju Suðurnesjamenn

Í byrjun September byrjar göngudeildar þjónusta í Reykjanesbæ fyrir áfengis og vímuefnasjúklinga og aðstaðendur þeirra, það er Erlingur Jónsson sem á heiðurinn að þessu verkefni og ánægjulegt að sjá hvað aðsóknin hefur margfaldast á síðuna hjá honum forvarnir.bloggar.is.  Fyrir fíkla og aðstaðendur þeirra mun þetta gjörbreyta batahorfum þeirra því fyrir marga er erfitt að þurfa alltaf að leita til Reykjavíkur þegar fólk á erfitt með að koma sér út fyrir hússins dyr.  Erlingur hefur þurft að opinbera sig og son sinn þónokkuð fyrir þetta verkefni og eiga þeir heiður skilið fyrir það, ég er ekki í vafa að þetta á eftir að borga sig um leið og starfið byrjar því að um leið og fyrsta fjölskyldan er búin að fá hjálp og er kominn í góða höfn þá er sigur unninn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg magnað. Eins og við báðir vitum þá er þessi þjónusta bráðnauðsynleg á þessu svæði. Einnig vitum við líka að það er mikið brottfall suðurnesjamanna í allri eftirfylgni sem SÁÁ býður uppá inní Reykjavík bara vegna þess að þeir hreinlega gefast upp á því að fara á milli staðana tveggja.

Albert Ólafsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband