Langar þig í hestamennsku ?

Frá því ég var lítil gutti átti ég mér draum um að byrja í hestamennsku en einhvern veginn varð ekki að því fyrr en ég varð fullorðinn.  Ég held að mörgum finnist hálf erfitt að byrja vegna þess að fólk veit ekki hvernig á að bera sig að við að byrja.  Margir hafa líka svolítið ákveðnar skoðanir á hestamennsku sem eru byggðar á þeirri ímynd sem þeir hafa á hestafólki og afspurn í gegnum tíðina.  Í dag fara flestir í gegnum netið í byrjun þó svo ekki hafi það verið í mínu tilfelli.  Ég veit ekki hvort hestur væri góð Jólagjöf því það er alls ekki víst að viðkomandi hafi þann áhuga þegar hesturinn er kominn í hús þó svo tilhugsuninn sé skemmtileg og á það eflaust við um öll dýr.  Að mörgu þarf að huga þegar byrjað er í hestamennsku, hestarnir þurfa að fá lyf reglulega yfir árið og snyrtingu á td hófum, huga þarf að líkamlegu ástandi hesta hvort sem þeir eru í húsi eða haga, nauðsynlegt er að raspa tennur reglulega en það er dýralæknir fenginn í eða fólk með þá kunnáttu.  Allir geta fundið hest við sitt hæfi og er það mjög mikilvægt og gott að hafa reynda menn með sér í því vali því hesturinn er fljótur að finna á sér ef ekki er allt í lagi þegar riðið er út og getur það skapað vandamál sem erfitt er að vinna úr bæði fyrir menn og dýr?  Ýmsir samningar eru í hesthúsunum sambandi við gjöf og hirðingu og er það mun skemmtilegra að komast í gott hús þar sem öllum líður vel.  Í hestamennsku eins og öllum íþróttum eru margir svokallaðir sérfræðingar en í mínum huga finnst mér gott að leita til manna sem hafa langa reynslu, því hestamennskan býður upp á það að læra alla tíð því hestarnir eru jafnmismunandi eins og þeir eru margir.  Þannig að þá er bara að rölta upp í hesthús og spjalla við menn og knapa enda finnst hestafólki fátt skemmtilegra en spjalla um hesta og segja þér sögur af sínum gæðingiSmile

Bráðum koma blessuð Jólin

Mikið var gott að leggja sig aðeins í strætó í kvöld á leiðinni úr vinnunni í þjóna vinnunna.  Það getur nefnilega verið smá kúnst að koma sér í þjóna gírinn eftir langa dagvakt.  En þegar ég vaknaði í strætó niðrí bæ varð ég mjög ánægður að vera búinn að öllu og hugsaði með mér að jólin mættu nú alveg koma bara.  Jólagjafirnar rötuðu allar í réttann gjafapappír, þó svo að þær séu ívið fleiri en oft áður en það var fyrirfram ákveðið.  Í ár akvað ég að gefa fleiri pakka og var það næstum farið allt í rugl en bjargaðist með áfyllingar gjöfum eins og ég kalla þær en það eru gjafirnar sem ég kaupi í biðröðunum við kassann þegar ég man ekki fyrir hverja ég er búinn að kaupa gjafir?  Já það verða engin hlaup fyrir hádegi á aðfangadag, heldur verður tilhlökkun og gleði og vonandi njótið þið Jólanna.  Gleðileg JólHappy

Ertu hissa?

Í gegnum tíðina hefur fólk oft orðið hissa á hvað ég hef tekið mér fyrir hendur.  Td Þegar ég hætti í íþróttum og fór að læra framreiðslu, sumt fólk var ekki alveg að sjá að ég myndi fara að standa mig þar,enda héldu margir að boltinn yrði frekar lengri ferill  sá bara fyrir sér fljúandi diska og tæknivillur.  Eins þegar ég fór að vinna með fötluðum urðu margir hissa og furðuðu sig á því hvernig mér hafa dottið þetta í hug? Eg var spurður um daginn afhverju ég hafi byrjað að blogga, við því hafði ég í raun ekkert svar alveg eins og ég veit ekki uppá hár hvað ég verði að gera eftir nákvæmlega ár þó svo ég hafi kannski einhverja beinagrind af stefnu fyrir líf mitt.Í dag er ég lærður þjónn að mennt og vinn við það í aukavinnu og stend mig bara vel í vinnunni með fötluðum.  Kannski erum við bara oft að móta okkur skoðanir á fólki sem eru alveg útí hött eins og ég um daginn þegar ég var alveg viss um að stelpa ein úr keflavík væri tveggja barna móðir og byggji í Rkv, en hún er en barnlaus og býr í Keflavík, ég var búin að stimpla hitt inn?

Sannsöguleg Skáldsaga

Það er kalt og ég klæddur í þunnann nylon jakki sem ég fékk í einhverjum skiptunum, húsin á Njálsgötunni taka á móti mér með sama þunglyndis svipnum og venjulega og varpa dimmum blæ yfir ástandið sem ég er í, þau eru bara hérna og munu vera hérna áfram.  ég stefni á Iðnskólann og velti því fyrir mér hvort spjall við Guðstein muni breyta einhverju og hvort andlega vakninginn sé á næsta leiti eða kemur hún kannski bara með flugeldunum á gamlárskvöld. 

Guðsteinn er AA maður af Guðs náð og heldur sér réttu megin við samfélagið með hjálp Guðs eins og hann skilur hann?  Ég er ekki að fara í tíma enda Guðsteinn ekki kennari heldur á körfuboltaplanið við skólann þar sem við tökum reglulega spjall og ég  styrki hann í sinni edrúmennski með þvi einu saman að mæta á svæðið og sýna honum sýna brengluðu sjáfsmynd einsog hún gæti verið.  Sæll Bjartur hvað segist.  Allt ljómandi einsog vanalega en þú,  bara góður alveg er það merkilegt hvað það er alltaf allt fínt hjá þér, verra að útlitið er ekki í samræmi við það, þú virðist þjást af vannæringu.  Nei Guðsteinn maður er bara í aðhaldi, ég sé að þú nærist vel í edrúmennskunni. 

 Betra að vera feitur en fullur segir Guðsteinn og hamast á spalding boltanum einsog hann hafi gert honum eitthvað.  Jæja Bjartur þú átt alltaf nóg af pening fyrir neyslunni, já guffi minn Guð sér um sýna?  Guðsteinn lítur upp með undrunarsvip og um leið sár yfir sjóninni sem blasir við honum.  Bjartur þér vantar samfélag við Guð.  Þú meinar svona samkomur er það ekki.  Nei ég meina að finna fyrir nærveru Jesú Krists.  Hann dó fyrir ansi mörgum árum síðan Gusteinn minn ef þú hefur ekki frétt það.  Alltaf sami hrokinn?  Nei guffi minn, ég er raunsær það er allt annar handleggur.  Af öllum trúarbrögðum ert þú viss um að þín eru þau einu sönnu, en öll hinn einhver misskilningur er það ekki.  Til þess að verða edrú þarftu að breyta um viðhorf og opna þig fyrir einhverju öðru en þínum viðhorfum.  Já þú meinar það, hafa enga skoðun er það ekki, ég meina það að vera ekki svona endalaus fastur í sjálfhyggjunni.  Guffi minn er það ekki hálf asnalegt að trú á eitthvað sem þú hvorki sérð eða hefur vísindalegar sannanir fyrir, ja ég er ódrukkinn er það ekki?

 


Júlía Margrét Alexandersdóttir þarf að upphefja sjálfan sig?

"Síðustu mánuði, í önnum og of stuttum sólarhring, hefur heimilishald hér um bil lotið sömu lögmálum og meðalgott greni á Rauðarástíg."  Svona hefst pistill sem Júlía skrifar í aukablaðið Hús og heimili um helgina.  Í pistlinum lýsir hún því hvað hún og maðurinn eða húsbóndinn eins og hún kallar hann eru miklir sóðar og láta letina hindra þau í að taka til.  Hún hefur undarfarið kallað manninn sinn Jóa og hann kallað hana Guggu og vísa þau þar í ógæfufólkið þekkta sem ég gæti vel trúað að lesi blöðin eins og aðrir og myndi eflaust sárna ef þau læsu þetta og sæju að þau væru samnefnari fyrir ruslara lýð eins og Júlíu og húsbóndann hennar.  Í pislinum lýsir Júlía því hvernig hún hefur þurft að fleygja sér í gólfið þegar gestir komu til hennar og hún ekki getað svarað bjöllunni vegna skömm útaf óþrifnaðinum, "en þetta virðist gerast á bestu bæjum" segir Júlía til af afsaka sig, en ég segji nei þetta gerist hjá svona lýð eins og ykkur.  Júlía talar um rónatímabil í pistlinum enda kalla þau sig Jóa og Guggu.  Ég spyr kæra Júlía þarftu að vera að skrifa í fjölmiðla og nota heimilislausa til að upphefja þig og þína, hefurðu komið heim til Jóa og Guggu eða spurðirðu þau hvort þú mættir nota þau til að til að sýna hvað það væri ruslaralegt heima hjá þér.  Í lokin á pistlinum segist Júlía ætla að taka sig taki?  Það er greinilegt að Júlía þarf að taka sig taki á fleiri stöðum en heima hjá sér, það fyrsta sem hún ætti að gera væri að skammast sín og vera ekki að níðast á minnimáttar.
 

Ertu í Jólaskapi?

Ég rölti út í búð áðan og um leið og græni karlinn birtist á ljósunum fór ég að hugsa það hvort ég væri kominn í jólaskap?  Var ekki alveg viss en hugurinn fór að tengja við jólinn.  Ég er einn af þeim sem tek þetta á síðustu dögunum þó svo ég hafi séð jólagjöfina hans Arnórs frænda fyrir tveimur mánuðum.  Í búðinni var fullt af hlutum sem tengdu mig jólaskapinu, td hnetur sem Pabbi var ansi hrifinn af og fullt af nammi sem ég eins og flestir háma í mig á jólunum, þarna rakst ég á ansi skemmtilegann jólasvein sem ég verslaði auðvitað með namminu auðvitað.  Handan við hornið voru ansi skemmtilegar inniseríur sem ég verslaði auðvitað með öðrum nauðsynjum.Þegar ég kom á kassann rétti ég stráknum kortið og borgaði himinháan reikninginn og hugsaði með mér glottandi jú jólin eru að koma  Nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og finna upp á jólahefð sem ég fer í með kærustinni og litlu hennar ef tími gefst fyrir vinnu og öðru veseni, datt hugmynd inn rétt í þessu, auðvitað jólagjafir handa hestunum hvað annað.  S.S búin að ákveða að láta jólaskapið koma inn og hafa það gott með vinum og vandamönnum.  Gleðileg Jól 

Mikilvægt símtal?

Um daginn sendi ég mail í sambandi við mál sem ég er að vinna í og fékk svar um að hringja í viðkomandi þann 10.12.  Oft geta ákveðinn samtöl haft gríðarlega mikil áhrif á líf okkar, ekki veit ég hvernig þetta símtal mun ganga en það gæti ráðið úrslitum um það hvað ég mun vinna við í framtíðinni eða kannski ekki.  Þetta símtal mun kannski hafa áhrif á fólkið í kringum mig og þeirra líf.  Kannski verður þetta mitt mikilvægasta símtal um ævina og kannski ekki.  Ætli við eigum bara ekki öll ákveðin fjölda af símtölum sem hafa mikil áhrif á líf okkar, ég vona að það verði ekki á tali, eða viðkomandi viðmælandi verði ekki veikur eða eitthvað en verra eins og að símkerfið hrynji þann 10.12

Hestarnir komnir í hús.

Jæja þá eru kallarnir komnir í hús þeir Sólon og Bangsi?  Hestamenn eru mikið búnir að tala um veðurfar síðastliðna mánuði, sumir segja að hestarnir séu búnir að búa við rok og súld alla tíð og séu ýmsu vanir en sumir vilja koma hestunum í hús sem allra fyrst til að verja þá fyrir kulda og vætu.  Eg er alla vega mjög feginn að mínir séu komnir inn þó svo að Kæti sé nú en úti fyrir austan en hún er nú í bæjarstæðinu á neðra seli og í góðum höndum.  Sólon var ansi útitekinn og sá ég það vel á faxi og tagli en bangsi leit mun betur út.  Báðir eru þeir vel í holdum og var ég ánægður með það.  En útlitið er ekki allt og sést það á Bangsa enda er hann með örlitla hnjúska í baki en ekkert alvarlegt og mun ég meðhöndla það með matarolíu og vatni og síðan mun Áslaug eflaust bera á hann krem.  Sólon og Bangsi verða í Fjárborg í vetur og eru staddir í efri götunni eins og er en flytja í neðri götuna á nýju ári í stórt og gott hús.  Kæti verður fyrir austan og þroskast og dafnar vel og fær síðan frumtamningu þar eflaust á næsta ári.  Þannig að það bíður spennandi ár framundan hjá okkur og verður gaman að fylgjast með Áslaugu og Bangsa og litlu þegar þau fara að þróa sitt samband, s.s þetta sérstaka samband manna og hesta?

Omega að safna?

Ég hef tekið eftir því að Omega er með söfnunar átak í gangi hjá sér til að geta stækkað umsvif stöðvarinnar.  Á línuriti sést að Omega hefur tekist að safna tveimur af tólf milljónum sem vantar til að geta breitt út boðskapinn um Jésú krist.  Omega menn eru mjög bjartsýnir og eldmóðurinn skín í gegn.  Eiríkur og félagar hafa samt verið gagnrýndir fyrir það að hafa þegið fé af fólki sem hefur kannski ekki geðheilsu og fjárhagslega getu til að styrkja þá?  Guðsríki er greinilega mjög hlynnt erlendu vinnuafli vegna þess að erlendir prétikarar taka virkan þátt í söfnunni á skjánum.  Eftir stutta umhugsun held ég að ég sé kominn með góða hugmynd fyrir Omega menn,  talið við Brimborgar menn og seljið bílana ykkar,  sparið ferðapeningana hjá erlendu pretikurunum og seljið öll þessi flottu jakkaföt í kolaportinu.  Einnig gæti það verið sterkur leikur að banna öryrkjum og einstæðum mæðrum að gefa í söfnunina og öllum þeim sem eiga um sárt að binda, munið ef þið gefið þá gefur Guð?

Tímaeyðsla

Voðalega getur maður dottið niður á lágt plan stundum.  Ég fór eitthvað að hugsa þetta þegar ég var að vafra á netinu í morgunn og smellti á myndir af brúðkaupi hjá JÁJ og IP  í morgun.  Fyrsta myndin kom á sjáinn af einhverju fólki gangadi í átt að kirkjunni sem ég kannaðist ekki við þannig að ég smellti á næstu mynd, nei hingað og ekki lengra, bíddu þú hefur engann áhuga á þessu og vertu ekki að eyða tíma í þetta.  Þú sem ert að lesa þetta hefur kannski engann áhuga á þessari pælingu, ertu bara ekki að eyða tímanum í eitthvað rugl með því að vera að lesa þetta blogg, ég held það

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband