Eru fatlaðir vesen?

Ég var að hugsa það í gær afhverju ætli standi á því að fólk sem vinnur í umönnunnar störfum séu með svo lá laun, ástæðan fyrir því að ég var að velta þessu fyrir mér er sú að ég vinn með fötluðum og þarf ég að treysta svoldið á aukavinnuna til að dæmið gangi upp hjá mér.  Það að þurfa að treysta á aukavinnuna er stundum eilítið pirrandi og þreytandi.  Í miðri hugleiðingu var mér kippt ansi harkalega niður á jörðina þegar ég kíkti í fréttablaðið og las að einhverfur drengur fái 4200 kr í mánaðarlaun fyrir vinnu sína.  Ég varð svo hneykslaður að ég dauðskammaðist mín eiginlega.  Því næst fór ég að velta því fyrir mér hvort fatlaðir væru álitnir vesen, ætli ríkið líti þannig á að fatlaðir séu hópur sem það sitji uppi með og það sé best að vera ekki að pirra sig á þvi, frekar að reyna að komast sem ódýrast frá þessu.  Ég varð vitni að því í síðustu kosningum að fatlaðir einstaklingar sem ég þekki fengu send bréf frá stjórnmála flokkum þar sem var beðið um stuðning í komandi kosningum en því miður gátu vinir mínir ekki lesið póstinn sinn enda kunna þeir ekki að lesa. stjórnmála mennirnir hefðu kannski frekar átt að kíkja í heimsókn eða kannski var það bara of mikið vesen?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

þetta er samþykkt allt af minni hálfu sem þú segir. amen

Gísli Torfi, 7.11.2007 kl. 14:45

2 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér......Stjórnmálamennirnir ættu að skoða þennan málaflokk betur enda eru fatlaðir fólk eins og við hin. ;)

Albert Ólafsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband