Bækur auðga andann

Ákvað að láta verða að því að lesa Laxnes í fyrsta skipti enda verið á leiðinni lengi.  Síðan bíður Dagur Fagur prýðir veröld eftir Jón Björnsson eftir mér á náttborðinu.  Ég held að margir gefist upp á Laxnes vegna þess að lesninginn getur verið svolítið torveld.  Jón er held ég mun léttari að lesa allavega fyrir mig, eða stafsetningin allavega.  Englar Alheimsins var alveg frábær lesning þó svo maður hafi séð myndina margoft en Einar már snillingur að mínu mati.  Uppreisn án landamæra var einnig fín lesning, bókin er skrifuð í samvinnu við Marc Vachon sem er fárveikur maður á geði að mínu mati.  Hvítt á svörtu er beinskeitt bók um Ruben Gallego, rithöfund sem elst upp á Sovéskum stofnunum og er skrifuð af honum sjálfum þó svo hann hafi verið talinn handa og fótalaus hálfviti af læknum og starsfólki þessara földu stofnana í rússlandi.  Gaman var líka að lesa Flugdrekahlauparann og fá nýja sýn á menningu og mannlíf í Afganistan í staðinn fyrir þessa Amerísku dellu sem er alltaf troðið uppá á fólk, Bókin fer rólega af stað, þannig ekki gefast upp of fljótt.  Khaled Hosseini skrifar bókina og á hrós skilið fyrir en er svolítið lengi að koma sér af stað.  Síðan er bara að skella sér í jólabóka flóðið.  Góða skemmtun

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Hvaða fargans bókmenntir eru þetta eiginlega frá  Rússlandi og Afganistan  man eftir frægum Handboltaleik á milli þeirra þegar Afganistan komst yfir í leiknum 1-0 en töpuðu svo í blálokin 82-2 .. held að það sé ennþá Heimsmet í markaskorun í Handbolta ..

Gísli Torfi, 3.11.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Rússar.. skrifa góðar bækur... frábærir rithöfundar þaðan

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 12:05

3 identicon

Abababb bróðir,það er enginn einn fárveikur á geði heldur eru allir bara misjafnlega geðveikir.Jæja gaman að sjá að þú ert farinn að blogga aftur, alltaf að velta fyrir þér tilgangi lífsins.Ég var að spá í könnun sem ég las fyrir nokkru síðan,hún fjallaði um það að rannsóknir sýndu að þeir sem væru elstir í systkynahóp væru gáfaðastir.Veltu þessu fyrir þér,hún er skrítin þessi lífsgáta en svona eru nú staðreyndir lífsins.  Kveðja systir.

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ég verð nú eiginlega að fá að sjá þetta skriflegt, könnunina þá.

Já og Rússarnir eru líka góðir í handbolta

Eysteinn Skarphéðinsson, 4.11.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband