Snillingar á Þingi?

Gífurleg pressa hefur verið á starfsmanni lífsgátunnar að byrja að blogga aftur enda er á nógu að taka?  Rigning og rok setur mark sitt á landan og vilja margir skríða undir feld, jólastressið bíður lokkandi og stressandi og landið komið í hvíta kalda gallann, allavega í bráð.  Annars finnst mér hreint ótrúlegt að fylgjast með Alþingi þar sem vissir snillingar eru að ræða um ágæti þess að dreifa brennivíninu en meira um landið og gera það aðgengilegra fyrir Íslendinga, vonandi sofa þeir vel þegar heilu fjölskyldurnar leysast upp eða þegar barnið kemur í lögreglufylgt brennivínsdautt af ódýrum bónusbjór.  Aukið aðgengi kallar á ódýrara vín sem þýðir meiri neysla, þetta mun ekki styrkja sveitarfélögin eða hvaða rök sem þeir notaAngry .  Sigurður Kári og félagar kalla svo á málefnalega umræðu, þetta er svo mikil hringavitleysa að ætla horfa fram hjá vandanum og beita afneituninni á þetta að það er ekki hægt að tala við þá snillinga á málefnalegum grunni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Félagi, gott að sjá lífsmark frá þér aftur.

Anna Sig (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Gísli Torfi

já er kallinn kominn á ról eftir þyrnirósar svefninn... já Söngvatnið svífur yfir Alþingi enn og aftur... þú varst bara farinn í morgun þegar ég kíkti til Skjóna gamla... bara egill að þamba Núp og létt ...

Gísli Torfi, 31.10.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband