Færsluflokkur: Lífstíll
Það er talað um það í Bretlandi að loksins sé bjórdrykkjan að borga sig þar í landi. Þeir sem eyða öllum sýnum krónum í ölið góða í staðinn fyrir að liggja á pundinu eða láta einhverja bankaplebba liggja á því fari nú sigri hrósandi í endurvinnsluna og græði á tá og fingri á því að láta endurvinna dósirnar, allavega vilja þeir meina að þeir standi svona cirka á núllinu. Ég á ekkert og tapa engu segja þeir, ég hef þetta eftir áráðanlegum heimildum. Allavega verður það að viðurkennast að þeir ná alltaf að fylla á lagerinn og halda partíinu gangandi. Það er hörkuvinna að halda bjór og vínfyrtækjunum gangandi en auðvitað þurfa allir að hafa vinnu Annars er þetta ekki holl vinna og einsog með aðrar vinnur fylgja þessu alskonar vinnutengdir sjúkdómar. |
Lífstíll | 14.10.2008 | 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að ég byrjaði í hestamennskunni þá hef ég kynnst því hvernig er að vera dellukarl. Ekki nenni ég alltaf á bak og einstökum sinni hef ég verið fúll útí hestana ef eitthvað er ekki að ganga alveg einsog ég vill. En aftur á móti hef ég oftar en ekki gengið alsæll frá hesthúsinu eftir góðan reiðtúr og ekki síður eftir að hafa sýslað með hestunum í hinu og þessu. Um daginn var það þegar ég járnaði Sólon í fyrsta skipti og nú áðan þegar ég skrapp með öðrum félaga í Hvalfjörðinn með nokkra hesta. Í gær skrapp ég norður að Gauksmýri og skoðaði hagagöngu, bara það að komast útúr Reykjavík var þess virði að fara fyrir utan það að öll fjölskyldan skemmti sér vel. Það er eitthvað við hestana sem fyllir mig lotningu t.d fegurð hestsins og eðli hans. Já þeir eru fallegir og sterkir karektarar síðan eru þeir líka svo ótrúlega mismunandi, alveg einsog þeir eru margir. |
Lífstíll | 7.6.2008 | 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér verður oft hugsað til fólks sem ég hef hitt og unnið með sem býr yfir óvenjulega miklu æðruleysi sambandi við hitt og þetta. Þetta fólk virðist nánast alltaf vera í svo góðu jafnvægi að það er alveg aðdáunarvert. Lítið fer fyrir stressi og leiðindi eru alveg týnt hugtak eða tillfinnig hjá æðruleysisfólkinu. Skilningur og dugnaður eru áberandi og kraftur er alltaf til staðar. Ég held að æðruleysi sé tilfinning sem fólk hefur gott af að æfa og veitir mér svo sannarlega ekki af því. En oft er svo erfitt að muna eftir æðruleysinu í hraða dagsins. Ég ber virðingu fyrir æðrileysisfólkinu og efast um að ég hitti fleiri en tíu manns á ævinni sem komast í þennann flokk sem ég er að tala um. Kröfurnar hjá mér eru miklar sambandi við æðruleysisfólkið því þetta eru í raun sér þjóðflokkur í mínum huga, jaðra við dýrlinga. Fullt af fólki talar um æðruleysi en veit kannski ekki hvað orðið þýðir. Í mínum huga þýðir æðruleysi jafnvægi, en kannski hef ég ekki hugmynd um hvað æðruleysi þýðir enda er ég langt frá því að komast í æðruleysisflokkinn? |
Lífstíll | 27.2.2008 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja kæru lesendur þá er komið að langþráðu fríi hjá starfsmanni Lífsgátunnar. Eins og lesendur geta ímyndað sér þá tekur það gífurlegan tíma og þrek að reyna að leysa lífsgátuna. En ég mun samt vinna að rannsóknarvinnu í fríinu því þetta er nú fullt starf í raun og veru. Bloggin verða ekki fleiri í bili en við sjáum til seinna,þakka lesturinn kv Eysteinn |
Lífstíll | 2.8.2007 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífstíll | 28.7.2007 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er búin að vera að naga mig í handarbökin síðan í byrjun mánaðarmóta út af aukavinnu sem ég tók að mér í þessum mánuði, ástæðan er að ég var búin að lofa mér í aðra aukavinnu þannig að Júlí fer eiginlega bara í vinnu og trúið mér að ég væri alveg til í að eyða tímanum í eitthvað annað í þessari blíðu. Stundum eigum við erfitt með að segja bara stutt og laggott nei en stundum þarf maður bara á pening að halda, í miðju nageríi fór ég að hugsa um dönsku tímanana í gaggó þegar Jónína kennari spurði okkur hvort við ætluðum að vinna í fiski alla ævi, hún hefði kannski átt að spyrja okkur hvort við ætluðum að vinna hjá ríkinu alla ævi enda held ég að hún hafi líka hætt að vinna við kennslu nokkrum árum seinna. Spurningin hjá Jónínu var auðvitað alveg fáranleg því í gaggó var ég ekki hæfur til að læra heima hvað þá að skipuleggja framtíðar starfið mitt, það er fyrst núna sem ég er að æfa mig í að segja já og nei |
Lífstíll | 9.7.2007 | 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hitti oft fólk sem segist ekki hafa lært neitt um ævina en hefur þó verið á vinnumarkaðinum kannski í tuttugu ár. Síðan ef maður kynnist þessu fólki eða tala nú ekki um ef maður vinnur með því þá kemur oft hin mesta viska í ljós. Hjá sjálfum mér sé ég að ég get oft á tíðum notað fyrri reynslu mér til góðs og þá er ég að tala um mjög ólíka reynslu, vinnufélagarnir luma oft á góðum ráðum sem og vinirnir, tala nú ekki fjölskyldan þó svo maður nenni kannski ekki svo oft að hlusta á hana. Fólk virðist oft vera mikið í þvi að draga sig niður og sýna getu , fólk á það nú einnig til að koma sér oft á óvart þegar á reynir, stundum hef ég heyrt fólk tala um að það hengji sjálfsvirðingu sína á vinnu og finnst mér það bara allt í lagi því það hefur nú löngum verið talið góður kostur en eftir þessar hugleiðingar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skóli lífsins er stórlega vanmetinn og stígum við þannig einu skrefi nær lífsgátunni? |
Lífstíll | 3.7.2007 | 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar ég fer á stjá á morgnana er það staðreynd að ég á oftast eftir að eiga samskipti við þónokkurn fjölda af fólki, mismunandi mikinn þó. Vinnufélagarnir eru í stórum hluta og skipta samskipti við þá miklu máli hvernig frí dagarnir verða síðan. Oft hef ég lent í því að segja eitthvað eða gera sem ég hef síðan nagandi samviskubit yfir allt vakta fríið mitt. Um daginn ákvað ég að takmarka samskipti mín við ákveðinn vinnufélaga í lágmarks samskipti, eftir nokkra daga ákvað ég að breyta um aðferð og reyna að hlusta á hana og virða hennar skoðanir og frekar vera hjálplegur en hitt, eftir nokkra daga vorum við að ræða eitthvað vinnutengt rétt áður en hún kláraði vakt og sagði hún þá að henni fyndist ég vera búin að vaxa mjög mikið í starfi og að hún hefði ekki vaxið svona hratt í starfi? Mér fannst gaman að fá svona hrós frá henni en um leið var það frekar vandræðalegt því ég held okkur hafi báðum þótt erfitt að horfa í augun á hvort öðru og fór þetta samtal fram svona á hálfgerðum hlaupum, kannski hefur hún verið með nagandi samviskubit yfir því að hafa verið að hrósa vinnufélaga við svona vandræðalegar aðstæður, það er að segja mann við mann??? |
Lífstíll | 29.6.2007 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held ég sé búinn að eignast fjórtán nýja vini núna á einni viku? Suma hef ég aldrei hitt en aðra hitti ég oft og iðulega. Ástæðan að ég eignast svona ört vini er að ég setti upp myspace síðu, já það er ekki það að ég sé hlaupandi um alla Rkv að leita mér að vinum heldur er það þannig að ég er flakkandi um allann heim og forvitnast um fólk. Nýtt fólk sem ég kynnist á síðunni kemur mér kannski ekkert voðalega á óvart en það er fólk sem ég kannast við sem kemur mér mest á óvart því ég er kannski búinn að gera mér ákveðnar skoðannir um það fyrirfram t.d, einn sem ég hélt að hlustaði aðalega á þungarokk en er hinsvegar mest fyrir ljóðalestur og svona hippareggí. Önnur stelpa sem er vinur minn á síðunni á engin börn en ég hef alltaf álitið hana tveggja barna móður. Annars byrjaði ég daginn á því að hitta fullt af félögum mínum í félagsskap sem ég stunda og var að hugsa hvað það er gott að tilheyra góðum hóp af fólki því það eru ekki allir sem eiga kost á því. Ég tek oft hlutunum og lífinu sem sjálfssögðum hlut sem ég held að ég eigi ekki að gera? |
Lífstíll | 25.6.2007 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífstíll | 2.6.2007 | 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar