Færsluflokkur: Lífstíll

Eilífðar neminn

Það væri  eflaust gaman að fara í skólann sem ég er skráður í næsta haust eða á ég að bíða í eitt ár og fara þá í annann skóla sem ég er skráður í, kannski ég fara bara út í nám, taki bara sumar skóla næsta sumar og læri tungumál, gæti verið að ég ætti að fara í eitthvað iðnnám og velja eitthvert fag sem ég hef gaman að í þetta skiptið? En að reyna við háskólann og prófa kannski tvö fög þar, það væri kannski best að drífa sig á tölvunámskeið fyrst, mig langar samt ofboðslega til að fara í tónlistarskóla og læra á gítar?  Þegar ég útskrifaðist árið '2000 þá ætlaði ég aldrei aftur í skóla ??????

Frjáls í smástund

Ég skellti mér um daginn og verslaði mér tölvu svo ég gæti nú bloggað fyrir ykkur,eins og alvöru Íslendingur þá verslaði ég hana á tölvukaupaláni sem ég ætla auðvitað að borga upp í einu lagi sem ég geri auðvitað aldrei, nema hvað þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði að fletta mér upp þá var ég týndur í kerfinu.  Fyrst varð ég undrandi en þegar ég hugsaði málið betur varð ég auðvitað óstjórnlega glaður.  Allar syndir síðustu ára týndust í gleymskunar haf og ég fylltist frelsis tilfinningu sem aldrei fyrr.  Allar röngu ákvarðannirnar strikaðar út á einu bretti, engar áhyggjur af greisluþjónustu, íbúðarlánasjóður ekki til, fasteignagjöld ekki inn í myndinni, greiðsluþjónusta aldrei heyrt á það minnst, ég sá fyrir mér mynd þar sem ég ligg á ströndinni og slaka á yfir drykk skreyttann með sólhlif.  Allt í einu skall það á mér sem alla frjálsa menn kvíðir, komið þú ert fundinn.  Ég skrifaði undir og dreif mig í vinnuna því ekki borga skuldirnar sig sjálfar

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband