Færsluflokkur: lífsstíll

Timinn flýgur ?

Það er mismunandi hvernig fólk vinnur úr pressu.  Ég á það til að setja dagsetningu svona fjóra mánuði fram í tímann og vera þá búin að ákveða eitthvað takmark sem ég á að vera búin að klára þá. Það minnir mig á það að flest verkefni og áskoranir taka enda. Tíminn flýgur áfram og það versta sem ég geri er að sökkva mér of mikið í ákveðið vandamál í staðinn fyrir að nota vandamálið frekar sem verkefni. Auðvitað eru þetta gamlar og gildar staðreyndir, en samt er maður oft að detta ofaní sömu vitleysuna.  Hugsið ykkur það er c mánuður síðan bankarnir hrundu opinberlega en mér finnst það hafa verið í gær. Eru ekki allir að aðlaga sig að nýju umhverfi, allavega er ég að gera það og ég veit að þú ert að gera það líka ? Já það er staðreynd að það kemur dagur eftir þennan dag?

Hverjir skemmta á næstu árshátíð ríkisbankans?

Þrátt fyrir allar heimsins áhyggjur af kreppuástandi er ég mikið búin að velta fyrir mér hverjir skemmta á næstu árshátíðum bankanna eða bankans, enda verður sennilega bara einn ríkisbanki einsog Marteinn Mosdal myndi segja.

Það þýðir ekkert að láta sig dreyma um einhverjar svokallaðar stórstjörnur, nú verðum við bara að láta smástjörnurnar duga eða útbrunna gleðipinna skemmta sem kosta nánast ekki neitt.

Ég ætla ekki að birta nöfn neinna íslendinga hér en af erlendum smástjörnum dettur mér í hug Boy George sem söngvari, á gítar gæti það verið náunginn úr wham þessi dökkhærði sem enginn man hvað heitir, á bassa var ég að spá í þessum sem spilaði með Finnlandi í eurovision árið 1988 og á trommur gæti verið, nei við sleppum bara trommunum enda er þetta orðið alltaf dýrt.

Maturinn verður sviðakjammi frá umferðarmiðstöðinni


Langar þig í hestamennsku ?

Frá því ég var lítil gutti átti ég mér draum um að byrja í hestamennsku en einhvern veginn varð ekki að því fyrr en ég varð fullorðinn.  Ég held að mörgum finnist hálf erfitt að byrja vegna þess að fólk veit ekki hvernig á að bera sig að við að byrja.  Margir hafa líka svolítið ákveðnar skoðanir á hestamennsku sem eru byggðar á þeirri ímynd sem þeir hafa á hestafólki og afspurn í gegnum tíðina.  Í dag fara flestir í gegnum netið í byrjun þó svo ekki hafi það verið í mínu tilfelli.  Ég veit ekki hvort hestur væri góð Jólagjöf því það er alls ekki víst að viðkomandi hafi þann áhuga þegar hesturinn er kominn í hús þó svo tilhugsuninn sé skemmtileg og á það eflaust við um öll dýr.  Að mörgu þarf að huga þegar byrjað er í hestamennsku, hestarnir þurfa að fá lyf reglulega yfir árið og snyrtingu á td hófum, huga þarf að líkamlegu ástandi hesta hvort sem þeir eru í húsi eða haga, nauðsynlegt er að raspa tennur reglulega en það er dýralæknir fenginn í eða fólk með þá kunnáttu.  Allir geta fundið hest við sitt hæfi og er það mjög mikilvægt og gott að hafa reynda menn með sér í því vali því hesturinn er fljótur að finna á sér ef ekki er allt í lagi þegar riðið er út og getur það skapað vandamál sem erfitt er að vinna úr bæði fyrir menn og dýr?  Ýmsir samningar eru í hesthúsunum sambandi við gjöf og hirðingu og er það mun skemmtilegra að komast í gott hús þar sem öllum líður vel.  Í hestamennsku eins og öllum íþróttum eru margir svokallaðir sérfræðingar en í mínum huga finnst mér gott að leita til manna sem hafa langa reynslu, því hestamennskan býður upp á það að læra alla tíð því hestarnir eru jafnmismunandi eins og þeir eru margir.  Þannig að þá er bara að rölta upp í hesthús og spjalla við menn og knapa enda finnst hestafólki fátt skemmtilegra en spjalla um hesta og segja þér sögur af sínum gæðingiSmile

Hestarnir komnir í hús.

Jæja þá eru kallarnir komnir í hús þeir Sólon og Bangsi?  Hestamenn eru mikið búnir að tala um veðurfar síðastliðna mánuði, sumir segja að hestarnir séu búnir að búa við rok og súld alla tíð og séu ýmsu vanir en sumir vilja koma hestunum í hús sem allra fyrst til að verja þá fyrir kulda og vætu.  Eg er alla vega mjög feginn að mínir séu komnir inn þó svo að Kæti sé nú en úti fyrir austan en hún er nú í bæjarstæðinu á neðra seli og í góðum höndum.  Sólon var ansi útitekinn og sá ég það vel á faxi og tagli en bangsi leit mun betur út.  Báðir eru þeir vel í holdum og var ég ánægður með það.  En útlitið er ekki allt og sést það á Bangsa enda er hann með örlitla hnjúska í baki en ekkert alvarlegt og mun ég meðhöndla það með matarolíu og vatni og síðan mun Áslaug eflaust bera á hann krem.  Sólon og Bangsi verða í Fjárborg í vetur og eru staddir í efri götunni eins og er en flytja í neðri götuna á nýju ári í stórt og gott hús.  Kæti verður fyrir austan og þroskast og dafnar vel og fær síðan frumtamningu þar eflaust á næsta ári.  Þannig að það bíður spennandi ár framundan hjá okkur og verður gaman að fylgjast með Áslaugu og Bangsa og litlu þegar þau fara að þróa sitt samband, s.s þetta sérstaka samband manna og hesta?

Sveitasælan

Ég dreif mig af stað og rölti yfir skammadal til að kíkja á Sólon þann höfingja.  Þegar ég kom niður fjallið byrjaði ég á því að borga heyjið sem Sólon hámar í sig allann daginn og sést það orðið á honum.  Næst var það að leita að honum þarna í sveitinni og fór ég þar sem grasið er grænst og viti menn þar beit hann á sig gat.  Eftir stutta stund náði ég að koma á hann múl og röltum við að stað og komum þá auga á stórbóndann í helgadal, bóndinn vildi endilega binda Sólon aftur í  bílinn og bjóða mér í kaffi sem var ekki hægt að afþakka enda endalaust bakkelsi hjá húsfreyjunni í Helgadal.  Eftir kaffið fékk ég að rífa skeifur við hinar bestu aðstæður og moka örlítinn flór sem ég hafði gaman að, að endigu fór ég með bóndanum og sótti með honum tvo hesta og sleppti Sólon upp í fjall.  Sólon er þannig algjörlega kominn í frí næstu mánuði.  Það er alveg magnað að geta rölt yfir eitt lítið fjall og verið kominn í sveitasæluna og finna hvernig tilveran breytist á skotstundu, Sólon á fríið heldur betur skilið enda hef ég það ekki í mér að vera að ríða út á honum í þessum hita eins og hinir hrossaþjösnararnirSmile


Tíminn líður hratt á gervihn

Ég sat á fundi í gær og fór að hugsa hvað lífið væri stutt í raun og veru?  Það er margt sem minnir mig á það í raun og veru, fyrir tveimur árum en virðist vera fyrir hálfu ári ætlaði ég að setja INXS á fóninn í partý sem ég var í en uppskar undrunarsvip frá vinkonu minni sem hafði aldrei heyrt um þessa frábæru hljómsveit, seinna meir þegar ég sá þessa frábæru hljómsveit í sjónvarpsþætti skildi ég hvers vegna hún þekkti ekki sveitina enda voru þeir orðnir ansi sjúskaðir.  Í gær fór ég niðrí bæ til að versla jakka, ekki fór ég í spútnik eða aðra álíka búð til að versla heldur endaði ég á að finna mér mjög flottann jakka í herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar að sjálfssögðu, nema hvað.  Ég á gallabuxur sem eru orðnar ansi snjáðar og ekki fer ég að ganga í rifnum gallabuxum, auðvitað ekki.  Ég gæti haldið endalaust áfram en til að bæta gráu ofan á svart þá fór ég að hugsa hvenar ég ætti að hætta í veitingabransanum fyrir fullt og allt.  Er ég virkilega byrjaður að hugsa um starfslok,ég hlýt að eldast svona ofboðslega hratt, afhverju eru vinir mínir að tala um að þeir séu byrjaðir að grána í vöngum, þetta getur ekki verið að gerast?

Gott kvöld í Reykjavík

Ég fór út að borða með vinum mínum í kvöld og skemmtum við okkur vel að vanda.  Það skemmtilegasta við kvöldið var það að vinir mínir voru á svæðinu, þessir vinir mínir eru báðir búnir að vera í Danmörku annar við nám og er nýfluttur heim en hinn hér í heimsókn.  Þarna voru líka gamlir félagar og makar þeirra sem að sjálfsögðu eru mér kærir líka.  Þegar við vorum ungir og vitlausari þá héldum við held ég að við yrðum eflaust alltaf í stöðugu sambandi en svoleiðis er nú lífið ekki, litlar breytingar voru búnar að vera á fólki nema þá að fólkið hafði kannski farið svolítið í sitthvora áttina sambandi við vinnu og nám en húmorinn var á sínum stað og gleðin í fyrirrúmi þetta kvöld, þarna vorum við nokkrir úr veitingageiranum og var svolítið spjallað um matinn sem var frábær og þjónustan sömuleiðis en ég held að okkur hefði verið nokkuð sama hvað við borðuðum tilgangurinn var að hittast og hafa það gott og slaka á.  Ég hugsa stundum um það hvað það er sem gerir vini mína svona nauðsynlega mér, ekki hef ég fengið neitt svar við því,þetta er bara svona, þeir bera hag minn fyrir brjósti sér og ég ber hag þeirra fyrir brjósti mér.  Takk fyrir kvöldið kæru vinir

Allt hægt með viljanum og vasahníf

Ótrúlegt hvað mannskepnan getur boðið líkamanum og huganum upp á.  Aron Ralston er mikill útivistar maður og virðist það vera hans helsta ástríða.  Þessi maður lenti í því að grafast í snjófljóði og bjargast giftusamlega úr því.  Nokkru seinna var hann við klettaklifur í Blue John Canyon í Utah og var einn á ferð í djúpu gili þegar stór steinn losnaði og klemmmdi handlegg hans fastan.  Eftir sex daga fastur í gilinu var Aron farinn að finna fyrir vökvaskorti og hitasótt.  Til að gera langa sögu stutta þá losaði hann sig með því að brjóta bæði radíus og ölnarbeinið og skera sundur húð, sinar, og vöðva og sarga þannig í sundur handlegginn.  Innan við tveimur árum seinna reyndi hann að klífa hæsta fjall Suður Ameríku, ekki veit ég hvernig sú ferð gekk  

Engar skyndiákvarðannir

Alveg ótrúlegt hvað hugurinn getur stjórnað líðaninni?  Síðustu mánuði hef ég oft komið mér í þannig stöðu að ég hef virkilega þurft að spá í því hvað ég er að gera og hvernig hef ég hagað mér.  Ef ég er með hroka eða sjálfselsku þá er nokkuð öruggt að dagurinn er erfiður,ef ég er með bjartsýni og æðruleysi í fyrirrúmi þá verður dagurinn góður.  Ég styð það að fólk hafi sýnar skoðanir og standi með þeim og einnig það að aðrir geti haft öðruvísi skoðanir og það þurfi að virða, en það getur bara verið svo erfitt stundum.  Þannig að ég ætla að æfa mig í því að fara hinn gullna meðalveg og taka ekki skyndiákvarðanir því flestar vitleysur sem ég hef framkvæmt hef ég fengið í hausinn?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband