Hugleiðing um forvarnir

Kunningi minn kíkti í heimsókn  um daginn og ræddum við um daginn og veginn, hann var að spá í því afhverju það fór svona lítið fyrir forvarnarmálum í síðustu kosningum, ég hafði nú tekið eftir þessu  og heyrt fleiri minnast á þetta.  Mín skoðun er sú að það verði að vera stöðug forvarnar vinna í gangi en einnig að það verði alltaf að vinna hana sem réttast þannig að hún sé í takt við tímann.  Ekki man ég eftir miklum forvörnum þegar ég var gutti, mig rámar í eina forvarnar mynd sem var sýnd í skólanum og hafði nú ekki mikil áhrif nema þá á spennustigið í stofunni og gleði yfir að losna við tíma með skruddunum.  Öll þessi forvarnar vinna síðustu ár fær mann til að velta því fyrir sér hvort við séum á villigötum í þessum málum vegna þess að það virðist vera fullt af krökkum á öllum meðferðarstofnunum og ekkert lát virðist vera á þessu.  Kannski er verið að vinna þessa vinnu bandvitlaust eða þjóðfélagið er orðið hundleitt á þessari umræðu, en ég vona nú innilega að við hengjum ekki haus og sópum þessu öllu undir teppi því það leysir ekki neitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ótrúlegt hvernig þessum málum er háttað í dag. Mætti halda að öllum sé alveg sama. Foreldrar í bullandi afneytun og þar fram eftir götunum. En þá kemur stóra spurningin væri starfsfólkið á meðferðarstofnunum ekki bara atvinnulaust ef engir væru fýklarnir.....

Albert (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 14:19

2 identicon

Hæ bróðir, ég vildi óska þess að starfsmenn á meðferðarstofnunum væri atvinnulausir. Það er svo skrítið alveg sama hvað t.d. skólar reyna að vera með forvarnarstarf,fundi kynningar og fl. flestir foreldrar mæta ekki.Það þarf að virkja foreldra betur spurning hvernig. Forvarnir byrja fyrst og síðast heima, það geta ekki aðrir tekið ábyrgðina fyrir foreldra. Kveðja systir. 

Hólmfríður (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband