Mér verður oft hugsað til fólks sem ég hef hitt og unnið með sem býr yfir óvenjulega miklu æðruleysi sambandi við hitt og þetta. Þetta fólk virðist nánast alltaf vera í svo góðu jafnvægi að það er alveg aðdáunarvert. Lítið fer fyrir stressi og leiðindi eru alveg týnt hugtak eða tillfinnig hjá æðruleysisfólkinu. Skilningur og dugnaður eru áberandi og kraftur er alltaf til staðar. Ég held að æðruleysi sé tilfinning sem fólk hefur gott af að æfa og veitir mér svo sannarlega ekki af því. En oft er svo erfitt að muna eftir æðruleysinu í hraða dagsins. Ég ber virðingu fyrir æðrileysisfólkinu og efast um að ég hitti fleiri en tíu manns á ævinni sem komast í þennann flokk sem ég er að tala um. Kröfurnar hjá mér eru miklar sambandi við æðruleysisfólkið því þetta eru í raun sér þjóðflokkur í mínum huga, jaðra við dýrlinga. Fullt af fólki talar um æðruleysi en veit kannski ekki hvað orðið þýðir. Í mínum huga þýðir æðruleysi jafnvægi, en kannski hef ég ekki hugmynd um hvað æðruleysi þýðir enda er ég langt frá því að komast í æðruleysisflokkinn? |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðruleysi þýðir að " vera ´óttalaus"
þá veistu það Eysteinn minn.
vona að Gussi taki burtu ótta,gremju,eigingirni og sjálfselsku úr þér í dag ... það verður nóg að gera hjá Gussa í dag semsagt
Gísli Torfi, 28.2.2008 kl. 07:11
Æðruleysi þýðir svo margt víst, enda margslungið orð.
Eysteinn Skarphéðinsson, 28.2.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.