Ert þú í Halla og Ladda leik

Ég hef verið þónokkuð í heimsókn niðri á Landsspítala síðustu daga og var bent á það hvað það væru margir útlendingar í láglaunastörfunum t.d þrifunum.  Það var svo sem augljóst en ég fór samt að hugsa það hvað það væri lítið um bros á vörum fólksins sem var að þrífa.  Í kringum áramót hugsaði ég liðið ár og fór að hugsa um námskeið sem ég fór á hjá SSR.  Þar var dönsk kona sem vinnur hjá SSR að kynna verkefnið fiskinn sem er í gangi hjá SSR.  Fiskurinn gengur út á það að allir eru glaðir og hressir í vinnunni.  Hún sagði að aldrei hefði vantað jafn lítið af fólki á starfsstöðvar SSR og bað síðan um spurningar.  Ég rétti upp hönd í anda verkalýðsins og spurði hvort það hefði bara ekki verið erfitt að manna starfsstöðvarnar út af lágum launum.  Sú danska horfði á mig og bað um næstu spurningu en ég glotti við tönn.  Ég skil ræstitæknana á landspítalanum vel að nenna ekki að vera í einhverjum Halla og Ladda leik í vinnunni, kannski væri rétt að mæla þessa svokölluðu velmegun á þeim lægst launuðu? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"FISK" urinn er hugsaður sem aðferð til að gera vinnuna aðeins skemmtilegri. Það er nefnilega staðreynd að SSR getur ekki hækkað laun við starfsfólk þar sem að SSR er undir fjármálaráðuneyti sem semur um laun og leggur línurnar fyrir SSR.

Því er Fiskurinn hugsaður þannig að þar sé eitthvað sem hægt er að gera þannig að þó fólk sé á skítakaupi sé reynt að gera til að gera starfið skemmtilegra.

Annars fannst mér þetta ágæt spurning hjá þér til Lone. Og það er virkilega orðin þörf á því að þjóðfélagið fari að meta störf við umönnun og stuðning við fatlaða. Þau eru ótrúlega lágt metin hér. T.d. er allt annað mat á þessum störfum í Noregi. Þar stendur fólk mun hærra í launa píramída ríkisins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Við vitum að SSR sér ekki um launhækkanir, en það skondna var að hún skildi ekki svara mér

Eysteinn Skarphéðinsson, 2.1.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já það samrýmdist náttúrulega ekki efninu sem hún var að fjalla um. Þ.e. hún var að færa rök að því að vinnan væri svo skemmtileg að það hefði ekki vantað minna af fólki. En þú náttúrulega settir hana út af laginu með þessari spurningu. Þetta er náttúrulega helsta orsökin fyrir því að ekki fæst fólk til starfa. Það er ömurlegt að sumir forstöðumenn láta sig dreyma um kreppu í þjóðfélaginu til að að það fari loks að fást starfsfólk til starfa.

Því með hærri launum þá held ég að þetta væri eftirsótt starf. Það er gefandi og krefjandi og ætti í raun að vera biðraðir af fólki að sækjast eftir að starfa á þessum vettvangi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Gísli Torfi

ég segi nú bara amen á eftir efninu hér.. hvað er í gangi í Grænlandi segi ég nú bara .... svo er bara að skvetta í sig á árinu góðum próteins-shake-um og fara að fíla rokkið í tætlur

Gísli Torfi, 3.1.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband