Frá því ég var lítil gutti átti ég mér draum um að byrja í hestamennsku en einhvern veginn varð ekki að því fyrr en ég varð fullorðinn. Ég held að mörgum finnist hálf erfitt að byrja vegna þess að fólk veit ekki hvernig á að bera sig að við að byrja. Margir hafa líka svolítið ákveðnar skoðanir á hestamennsku sem eru byggðar á þeirri ímynd sem þeir hafa á hestafólki og afspurn í gegnum tíðina. Í dag fara flestir í gegnum netið í byrjun þó svo ekki hafi það verið í mínu tilfelli. Ég veit ekki hvort hestur væri góð Jólagjöf því það er alls ekki víst að viðkomandi hafi þann áhuga þegar hesturinn er kominn í hús þó svo tilhugsuninn sé skemmtileg og á það eflaust við um öll dýr. Að mörgu þarf að huga þegar byrjað er í hestamennsku, hestarnir þurfa að fá lyf reglulega yfir árið og snyrtingu á td hófum, huga þarf að líkamlegu ástandi hesta hvort sem þeir eru í húsi eða haga, nauðsynlegt er að raspa tennur reglulega en það er dýralæknir fenginn í eða fólk með þá kunnáttu. Allir geta fundið hest við sitt hæfi og er það mjög mikilvægt og gott að hafa reynda menn með sér í því vali því hesturinn er fljótur að finna á sér ef ekki er allt í lagi þegar riðið er út og getur það skapað vandamál sem erfitt er að vinna úr bæði fyrir menn og dýr? Ýmsir samningar eru í hesthúsunum sambandi við gjöf og hirðingu og er það mun skemmtilegra að komast í gott hús þar sem öllum líður vel. Í hestamennsku eins og öllum íþróttum eru margir svokallaðir sérfræðingar en í mínum huga finnst mér gott að leita til manna sem hafa langa reynslu, því hestamennskan býður upp á það að læra alla tíð því hestarnir eru jafnmismunandi eins og þeir eru margir. Þannig að þá er bara að rölta upp í hesthús og spjalla við menn og knapa enda finnst hestafólki fátt skemmtilegra en spjalla um hesta og segja þér sögur af sínum gæðingi |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
manni langar bara að fá sér að ríða eftir þennann lestur
Gísli Torfi, 23.12.2007 kl. 07:14
Já er ekki svo langt síðan líka?????
Eysteinn Skarphéðinsson, 23.12.2007 kl. 23:24
tja byrjun maí ef mig minnir ...... enda segi égnú bara eins og skáldið " Ég læt ekki ríða"
Gísli Torfi, 24.12.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.