Gaman að listinni

Síðastu ár hef ég æ meira gaman að fólki sem leggir listmannaveginn fyrir sig, listinn er auðvitað mismunandi en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda framboðið mikið.  Einn vinur minn hefur spilað oft fyrir mig lög eftir sjálfan sig og hefði ég gaman að því að horfa á hann á sviði einhvern tímann.  Það magnaða við listina er að þú getur alltaf búið til eitthvað sem enginn hefur gert áður þannig að þannig séð getur hver sem er gerst listamaður, einnig getur listamaðurinn alltaf skýrt út á hvað listaverkið þýðir og hver meiningin er á bak við verkið, síðan er hægt að nota listina endalaust til að vekja fólk til góðverka.  Listinn léttir líka lundina og lýsir upp skammdegið, drepur dauða tímann og leiðinlega tímann fyrir utan að veita fólki kraft þegar á því er þörf.  Enginn er með lélegan tónlistarsmekk eða myndlistarsmekk, bara mismunandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hittir naglan á höfuðuð rétt einu sinni með þessari færslu. Það er ótrúlegasta fólk sem er farið að kalla sig listamenn. Spurningin er hvað er list. Úfff hvað maður verður að passa sig þegar maður segir að fólk sé með lélegan tónlistarsmekk. Bara af því að það hlustar ekki á sömu tónlist og maður sjálfur...

Albert Ólafsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 09:18

2 Smámynd: Gísli Torfi

já listamenn eins og Geirmundur Valtari og Hallbjörn Kántrý sitja djúpt í mér fyrir að vera misgóðir kandítadar titlinum Listamenn ... útkoman úr þeim ef þeir myndu sameinast í líkama væri líklega eina helst eitt stk... David Hasselhoff

Gísli Torfi, 3.11.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband