Ég hitti oft fólk sem segist ekki hafa lært neitt um ævina en hefur þó verið á vinnumarkaðinum kannski í tuttugu ár. Síðan ef maður kynnist þessu fólki eða tala nú ekki um ef maður vinnur með því þá kemur oft hin mesta viska í ljós. Hjá sjálfum mér sé ég að ég get oft á tíðum notað fyrri reynslu mér til góðs og þá er ég að tala um mjög ólíka reynslu, vinnufélagarnir luma oft á góðum ráðum sem og vinirnir, tala nú ekki fjölskyldan þó svo maður nenni kannski ekki svo oft að hlusta á hana. Fólk virðist oft vera mikið í þvi að draga sig niður og sýna getu , fólk á það nú einnig til að koma sér oft á óvart þegar á reynir, stundum hef ég heyrt fólk tala um að það hengji sjálfsvirðingu sína á vinnu og finnst mér það bara allt í lagi því það hefur nú löngum verið talið góður kostur en eftir þessar hugleiðingar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skóli lífsins er stórlega vanmetinn og stígum við þannig einu skrefi nær lífsgátunni? |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ litli bróðir, það er gott að fá það skjalfest að fjölskyldan lumi oft á góðum ráðum það er dálítið til í því. Ég er sammála þér með skóla lífsins,það er ekki allt hægt að læra af bókum.Er annars ekki allt gott að frétta? Það styttist óðfluga í árs afmælið hjá þér FRÁBÆR árangur ég er svo stolt af þér Gangi þér sem best, kveðja systir
Hólmfríður (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 10:42
Og ég sem hélt að þér þætti svo gaman að hlusta á hina fróðu frænku þína Kveðja, Rakel frækna, fullt af allskyns ráðum og fróðleik hehehe
Rakel (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.