Færsluflokkur: Menning og listir

Hollt að lesa.

Ég fann fyrir því í gær hvað ég er ofboðslega búin að sakna þess að lesa upp á síðkastið.  Ég hef nánast alla tíð verið með einhverjar bækur í gangi en síðasta árið hafa það aðalega verið ein og ein hestabók sem ég hef kíkt í og auðvitað handbókina.  Lestur er nefnilega ein mesta andlega næring sem ég veit um og er kjörin leið til að kúpla sig út og gleyma stað og stund.  Það fellst líka mikil menntun í því að lesa.  Þegar ég var að hugsa um þetta í gær varð mér ljóst að net flakkið getur verið afskaplega mikið tíma sóun sem allir vita af en láta leiða sig áfram.  En hvenar ætli bækur verði útdauðar og allar bókmenntir verða bara á netinu?


Svartur Engill að versla í búðinni?

Heyrðu, eru ekki Svartir Englar í kvöld.  Ég hef bara ansi gaman af þessum íslensku þáttum.  Auðvitað er oft örlítið kjánalegt að fylgjast með því þegar hin ýmsu vandamál í spennuþáttum eru byrjuð að dúkka uppá borð á íslensku, en við erum nú einu sinni íslendingar.  Gaman að sjá Davíð Guðbrands koma þarna sterkann inn og ofleika hlutina ekki í botn einsog hann sé nýbúinn að gleypa þrjár matskeiðar af íslenskum ofleik.  Ég held að íslenskir sakamála þættir séu í raun að slípa sig til og eigi eftir að festa sig rækilega í sessi hjá okkur almúganum.  Ég fylgist spenntur með en nú þarf ég að skreppa út í búð og hver veit nema ég hitti vonda karlinn eða konuna úr svörtum englum verslandi grænar Ora baunir í næstu hillu?

Íslendingar búa til celeb?

Ég hálf vorkenni Garðari Cortes þessa dagana.  Hann sem tónlistarmaður á framabraut vill eflaust gera það gott útí hinum stóra heimi en því miður virðist umræðan um hann oft vilja leita í það hvort hann sé að verða nógu þekktur úti og hvort hann sé að hitta rétta fólkið.  Í dag var verið að tala um Garðar og vissa samkomu sem hann er á leiðinni í með fræga fólkinu en ekki var minnst á neina tónlist eða tónlistarviðburði sem hann mun taka þátt í á næstunni.  Fyrir okkur almúgann lítur þetta oft út þannig að verið sé að búa til einhverskonar celeb úr þessum frábæra tónlistarmanni.  Auðvitað er til mikið af þekktu og frægu fólki sem ekkert hefur gert þannig sé nema að vera til, en það á ekki við Garðar og efast ég ekki um að hann á eftir að gera það gott, í versta falli gæti hann bara verið heimsfrægur á Íslandi eða allavega landsfrægur

Vantar fleiri söngvara og leikara?

Það getur verið hálf þreytandi og að sama skapi broslegt að fylgjast með fjölmiðlum á Íslandi.  Þú kveikjir á útvarpinu þegar þú ert á leiðinni í vinnuna og þar er söngvari X að renna yfir lífshlaup sitt sem tónlistarmanns og fjölskyldumanns.  Í vinnunni er árshátið á næsta leiti og auðvitað verður aðal atriðiðið söngvarinn X.  Þú kíkjir með vinnunni í hádegismat og á næsta borði er söngvari X.  Um kvöldið er Íslensk mynd í sjónvarpinu, og með eitt aðal hlutverkið fer auðvitað söngvari X sem reyndar er auðvitað ekki leikari heldur söngvari.  Þar sem þú veist eiginlega allt um söngvarann eftir að hafa lesið ævisögu hans þá nærðu aldrei að tengja hann við hlutverkið, þannig að þú ferð bara að sofa eftir að hafa hlustað á rólega tóna í kvöldþættinum þar sem síðasta lagið var með söngvaranum X.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband