Færsluflokkur: Bloggar

Hvar er maðurinn,sem mætti á klakann?

Eins furðulegt og það er nú þá fer ég alltaf að hugsa reglulega um manninn sem birtist á klakanum fyrir nokkrum árum og var talinn látinn.  Hann hafði þá verið í Bandaríkjunum í tuttugu ár held ég og fjölskyldan hafði ekkert heyrt né frétt af honum.  Allavega man ég það að hann var talinn látinn á pappírunum og heyrði ég það að hann hefði jafnvel verið talinn hafa lent í sértrúarsöfnuði þarna úti eða í einhverju misjöfnu, allavega fannst mér þetta hið furðulegasta mál en ekki veit ég afhverju ég fer alltaf að hugsa um þennann mann, kannski er ég einhvern veginn andlega tengdur þessum manni, gæti verið að hann afgreiði mig í sjoppunni eða hafi aðstoðað mig í Bykó um daginn.  Jæja ég skýt spurningunni yfir til ykkar, hvar er maðurinn er hann kannski týndur?Blush

Ertu með Gulrót

Einu sinni skrifaði ég blogg um fólkið í bíómyndunum sem vaknaði alltaf og fór út að skokka fyrir vinnuna á morgnana, ég fór að hugsa um þetta blogg í kvöld þegar ég kveikti á tölvunni og leit á möguleikana sem ég hafði um að velja á einni síðunni.  Það er eitthvað svo mikið að gera eða reyndar sem mig langar til að gera að ég á mestu vandræðum með að koma þessu í röð og reglu.  Einhvern veginn reyni ég samt að púsla þessu saman og reyni að hafa gulrót í hverjum mánuði.  Ég er ekki einn af þeim sem skokka fyrir vinnu og er það nú bara vegna þess að ég nenni því ekki og efast um að ég hafi þennann gríðarlega aga til þess.  En ég held að gulrótin sé mjög mikilvæg vegna þess að ég vill reyna að ná sem mestu af mínum markmiðum og ekki þjakast af eftirsjá seinna meir.  Þegar ég var í Hótel og Matvælaskólanum voru allir á leiðinni erlendis að vinna, ég held að ansi fáir hafa farið eitt né neitt en svona er þetta þannig að gulrótin er nauðsynleg, hún bragðbætir lífið

Gaman að listinni

Síðastu ár hef ég æ meira gaman að fólki sem leggir listmannaveginn fyrir sig, listinn er auðvitað mismunandi en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda framboðið mikið.  Einn vinur minn hefur spilað oft fyrir mig lög eftir sjálfan sig og hefði ég gaman að því að horfa á hann á sviði einhvern tímann.  Það magnaða við listina er að þú getur alltaf búið til eitthvað sem enginn hefur gert áður þannig að þannig séð getur hver sem er gerst listamaður, einnig getur listamaðurinn alltaf skýrt út á hvað listaverkið þýðir og hver meiningin er á bak við verkið, síðan er hægt að nota listina endalaust til að vekja fólk til góðverka.  Listinn léttir líka lundina og lýsir upp skammdegið, drepur dauða tímann og leiðinlega tímann fyrir utan að veita fólki kraft þegar á því er þörf.  Enginn er með lélegan tónlistarsmekk eða myndlistarsmekk, bara mismunandi.

AA merkileg samtök

AA samtökin eru merkileg samtök fyrir margar sakir og helsta verkefni samtakanna er að boða öðrum alkóhólistum boðskap samtakanna sem getur nú reynst þrautinni þyngri?  Allir sem hafa glímt við alkahólisma eða meðvirkni eða eitthverra annara hvilla er alkahólismi hefur valdið geta leitað sér lausnar í AA eða Alonon?  Ekki er erfitt að gerast AA félagi Þó sumum finnist það þung spor í byrjun enda verður það ómetanlegur vinskapur um leið og menn fara að taka þátt og vera með.  AA bókin leit dagsins ljós í Apríl árið 1939 og olli straumhvörfum í bataaðferð Alkahólista og aðstandenda þeirra.  Alkahólistar hafa AA bókina og 12.spor samtakanna að leiðarljósi en í dag þó svo gífurlegur iðnaður eins og Sr.Jónalísa Þorsteinsdóttir sagði eitt sinn í viðtali hafi skapast í flokki sjálfshjálpar bóka þá kjósa samtökinn að halda sig við upprunalegu lausnina og varðveita einingu samtakana sem er svo nauðsynleg, enginn er ofar öðrum í AA og ekki veit ég um neinn sem hefur orðið ríkur af því að vera í AA þó svo að peningum og pólitík hafi verið reynt að flétta inn í samtökin í byrjun með engum árangri og það eitt gerir þessir samtök svo mögnuð 

Hugleiðing um forvarnir

Kunningi minn kíkti í heimsókn  um daginn og ræddum við um daginn og veginn, hann var að spá í því afhverju það fór svona lítið fyrir forvarnarmálum í síðustu kosningum, ég hafði nú tekið eftir þessu  og heyrt fleiri minnast á þetta.  Mín skoðun er sú að það verði að vera stöðug forvarnar vinna í gangi en einnig að það verði alltaf að vinna hana sem réttast þannig að hún sé í takt við tímann.  Ekki man ég eftir miklum forvörnum þegar ég var gutti, mig rámar í eina forvarnar mynd sem var sýnd í skólanum og hafði nú ekki mikil áhrif nema þá á spennustigið í stofunni og gleði yfir að losna við tíma með skruddunum.  Öll þessi forvarnar vinna síðustu ár fær mann til að velta því fyrir sér hvort við séum á villigötum í þessum málum vegna þess að það virðist vera fullt af krökkum á öllum meðferðarstofnunum og ekkert lát virðist vera á þessu.  Kannski er verið að vinna þessa vinnu bandvitlaust eða þjóðfélagið er orðið hundleitt á þessari umræðu, en ég vona nú innilega að við hengjum ekki haus og sópum þessu öllu undir teppi því það leysir ekki neitt.

Þekki ekki manninn

Um daginn var kynntur til sögunnar nýr starfsmaður í félagsskapnum sem ég sæki stundum?  Því miður er það maður sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér, hann talar leiðinlega og hreyfir sig leiðinlega, mér finnst hann montinn og líta niður á fólk.  Ég er nokkuð viss um að hann er svokallaður loddari, já ég held að hann sé ekki vel að guði gerður, nokkuð pottþéttur á þessu en get ekki verið viss því ég þekki hann ekki neitt og hef aldrei talað við hann.  Nóg um það, það sem ég fór að hugsa í framhaldi af þessu var það að það er eflaust einhver þarna úti sem hreinlega þolir mig ekki, hvernig ég tala og hreyfi mig og kem fram við fólk, ef þú ert að lesa þetta þá væri gaman að hitta þig og leiðrétta þennan misskilning, ég gæti sagt þér hvað ég er fínn náungi og við verðum eflaust hinir mestu mátar bara ef þú gefur þér tíma til að kynnast mér? 

Er að koma

Er að koma

Magnaður karakter

Ég ákvað einn sunnudag um daginn að skella mér í kolaportið sem er ekki frásögufærandi.  Þar byrjaði ég að taka einn hring einsog vanalega og fá mér einn kaffi síðan, ég er eflaust svolítið vanafastur því ég sest alltaf á sama stað eða alveg útí horni.  Kaffið bragðaðist hræðilega en mér var alveg sama um það, ég var að virða fyrir mér mannlífið og taka hugleiðslu á þetta?  Sæll vinur segir gamall maður og tillir sér hjá mér og kynnir sig og segir mér að hann sé 90 ára gamall og hafi verið í aðgerð um daginn.  Eftir littla kynningu og sjúkrasögu síðustu áratugi segir sá gamli mér að hann hafi verið útgerðamaður allt sitt líf, já segi ég , varstu með stóra útgerð, ég hef átt marga báta og alltaf hugsað vel um mannskapinn segir sá gamli og segir mér frá þegar hann skipti yfir á salt vertíðina '49.  Í miðri sögu af mokfiskeríi tillir Helgi Seljan sér á næsta borð og einhver annar,  sennilega vinur hans sem mér fannst nú ekki merkilegur miðað við minn viðmælanda, en þú vinur ertu á sjó spyr útgerðarmaðurinn,nei ég vinn með fötluðum og er lærður þjónn og vinn við það í aukavinnu.  Sá gamli svarar að bragði, já einhver verður að vinna við það?

Heljartak Sólons

Síðustu daga hef ég ekki komist upp í hesthús vegna anna?  Þar býr vinur minn fjórfætlingurinn Sólon.  Sólon er 12 vetra hestur frá flugumýri í skagafyrði, bleikálóttur að lit og allur hinn fallegasti að utan sem innan.  Sólon tekur mér alltaf með jafnaðargeði þó svo hann hafi sitt skap og sé ekki á allra færi.  En eitt er það sem Sólon er snillingur í og það er að láta mig fá samviskubit og það er það sem er búið að vera að hrjá mig í morgun, en nú birtir til?  Á leiðinni heim áðan kom ég við í hestabúðinni og verslaði hitt og þetta.  Á morgun verður Sólon að spóka úti í gerði með nýjasta múlinn í mosfellsdal,hnakkurinn verður mjúkur sem aldrei fyrr, eigandinn verður í nýjum reiðbuxum og loksins hestinum sæmandi.  Eftir að hafa síðan tölt um dalinn fer Sólon í freyðibað upp úr horse salon sjampói og að sjálfssögðu í greislu þar á eftir.  Þegar eigandinn heldur heim á leið er Sólon vanur að fá brauðbita og heytuggu, en fyrst það er 15 mai á morgun þá fær Sólon auðvitað eggersmann hunangsgláða súkkulaðibita til að japla á.  Já hann Sólon hefur heljartak á eiganda sýnumGrin  

Fólkið í bíómyndunum

Ég tók langa vinnuvakt í gær og er þess vegna eins og ég hafi tekið þátt í kosningar og euro svammli í gær.  Það síðasta sem ég borðaði var hvalsteik kl 24´30 í gærkvöldi og núna er ég buin að fá mér kaffi og þrjár sígó svona til að vakna og kl er 09´00.  Ég sofnaði kl 02´30 og er því ekki útsofinn.  Ég er að fara að vinna kl 12´00 og þarf einhvern veginn að rétta mig af.  Þetta fékk mig til að hugsa um allar bíómyndirnar sem ég hef horft á þar sem þetta er allt svo einfalt, þar vaknar fólkið allt snemma og fer út að hlaupa, hittir nágrannana og spjallar kannski lítið eitt, kemur heim tekur blaðið og fær sér góðan morgunverð og ræðir málin við fjölskyldu meðlimi, síðan halda allir sýna leið glaðir í bragði og það virðist vera þannig að þau séu buinn að vera á fótum í marga klst? Kannski er þetta svona, ég veit ekki en ég er samt að spá í að fara út að hlaupa, kannski út í bakarí

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband