Þarf Lögreglan byssur?

Fréttir af útlendingum á Íslandi tröllríða fjölmiðlum þessa dagana, margir útlendingar setja skemmtilegann svip á mannlífið og bæði krydda það og bæta.  Hópur ungs fólks í Reykjanesbæ hefur stofnað félagið ÍSÍ,eða Ísland fyrir Íslendinga enda kaninn farinn og ekkert orðið að gera í Keflavíkinni?  Ég sá nú blaðaviðtal við þessa krakka og var hún svo barnaleg að ég held að þau ættu nú frekar að reyna að mæta í stoðtíma í Íslensku heldur en að halda út þessari vitleysu sem þau hafa ekkert vit á.  Ég vinn nú með nokkrum útlendingum sem eru að gera fína hluti hver á sýnu sviði enda er ekki hægt að setja alþjóðlegt samfélag sem Ísland er orðið undir einn hatt.  En ekki eru allir útlendingar að gera góða hluti eins og þeir sem réðust á lögregluna, árásin virðist hafa verið skipulögð og fyrsta sem mér datt í hug væri hvort lögreglan þyrfti orðið að ganga með byssur því ég held að gamla góða kylfan og flautan séu orðinn úrellt eða var kannski ekkert sprey í vasanum hjá lögreglunni.  Það er langt síðan miðbærinn breyttist til hins verra og ég held að lögreglan þurfi að vera viðbúinn alveg einsog sýnileg 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

myndi það ekki auka líkur á að glæpalýðurinn, sem hér er til staðar nú sem einhver hluti af hefur greiðan aðgang að vopnum, færi að ganga með vopn eða í það minnsta stærri hluti glæpalýðsins færi að reyna komast yfir skotvopn til að "verjast" lögreglunni.

er nú ekki eins og að þessi hópur teljist til gáfnaljósa eða röksemdarfólks. 

Egill, 12.1.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Já þú meinar að þetta fari allt í hring, við erum í vanda

Eysteinn Skarphéðinsson, 12.1.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Gísli Torfi

fyrir mína parta þá vil ég ekki sjá að lögreglan séu með byssur á sér... hef ekki hingað til vitað til þess að ofbeldi leysist með ofbeldi.. kannski er ég gamalsdags.. en fínt blogg hjá þér Eysteinn minn... held að þú þurfir að hugsa þinn gang og fara að skoða framboð á Alþingi ...

Gísli Torfi, 13.1.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband