Morgunblaðið breytti fyrirsögninni minni?

Um daginn birtist blogg eftir mig í morgunblaðinu með fyrirsögninni "Eru feministar djöfullegir".  Í fyrirsögninni var ég að velta fyrir mér staðhæfingu hjá pretikara á sjónvarpsstöðinni Omega sem sagði að það væru djöfulleg öfl í gangi í þjóðfélaginu sem kallast femistar.  Ekki veit ég hvort morgunblaðinu hefur hlupið kapp í kinn eða hvort þeir hafi viljað koma sínum skoðunum að vegna þess að þeir breyttu fyrirsögninni og skrifuðu "Djöfullegir femistar".  Sitt sýnist hverjum en morgunblaðið verður bara að blogga fyrir sig og ekki vera að nota mig til að koma sýnum skoðunum á framfæri enda er ég annálaður vinur femista, allavega finnst mér femistar ekki vera "djöfullegir".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnast öfgasinnaðir feministar ,, djöfullegir " og slíkar manneskjur gera ekki annað en að eyðileggja málstaðinn. 

Stefán (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Stefán, mér finnast það öfgar að kalla einhvern djöfullegan.

Hörður Svavarsson, 7.1.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Að kalla ákveðinn hóp djöfullegan og það á trúarstöð sem kennir sig við kærleikann er nú ansi hart eða bara svívirðing og særindi.

Eysteinn Skarphéðinsson, 8.1.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband