Ertu hissa?

Í gegnum tíðina hefur fólk oft orðið hissa á hvað ég hef tekið mér fyrir hendur.  Td Þegar ég hætti í íþróttum og fór að læra framreiðslu, sumt fólk var ekki alveg að sjá að ég myndi fara að standa mig þar,enda héldu margir að boltinn yrði frekar lengri ferill  sá bara fyrir sér fljúandi diska og tæknivillur.  Eins þegar ég fór að vinna með fötluðum urðu margir hissa og furðuðu sig á því hvernig mér hafa dottið þetta í hug? Eg var spurður um daginn afhverju ég hafi byrjað að blogga, við því hafði ég í raun ekkert svar alveg eins og ég veit ekki uppá hár hvað ég verði að gera eftir nákvæmlega ár þó svo ég hafi kannski einhverja beinagrind af stefnu fyrir líf mitt.Í dag er ég lærður þjónn að mennt og vinn við það í aukavinnu og stend mig bara vel í vinnunni með fötluðum.  Kannski erum við bara oft að móta okkur skoðanir á fólki sem eru alveg útí hött eins og ég um daginn þegar ég var alveg viss um að stelpa ein úr keflavík væri tveggja barna móðir og byggji í Rkv, en hún er en barnlaus og býr í Keflavík, ég var búin að stimpla hitt inn?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

já hvað á þetta að þýða Eysteinn að vera að dæma fólk svona hart ..ættir að skammast þín og fara til keflavíkur og sleikja tærnar á þessari elsku sem þú varst að tala um... ég vill ekki hafa svona dómhörku hér á þessari síðu ..ég er alveg sjóðandi band vitlaus og froðufelli bara Hubba Búbba tyggjóum hérna í massavís yfir þessu og batinn þinn er í stórhættu ..hugsa sig gang...

kv Gísli

Gísli Torfi, 17.12.2007 kl. 23:05

2 identicon

Sæll vinur, er ekki best að taka æðruleysið á þetta og maður getur þokkalega brennt sig á því að dæma aðra.

Albert (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ég er nú bara að tala um ályktanir, er ekki að tala um að dæma?

Eysteinn Skarphéðinsson, 19.12.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband