Sannsöguleg Skáldsaga

Það er kalt og ég klæddur í þunnann nylon jakki sem ég fékk í einhverjum skiptunum, húsin á Njálsgötunni taka á móti mér með sama þunglyndis svipnum og venjulega og varpa dimmum blæ yfir ástandið sem ég er í, þau eru bara hérna og munu vera hérna áfram.  ég stefni á Iðnskólann og velti því fyrir mér hvort spjall við Guðstein muni breyta einhverju og hvort andlega vakninginn sé á næsta leiti eða kemur hún kannski bara með flugeldunum á gamlárskvöld. 

Guðsteinn er AA maður af Guðs náð og heldur sér réttu megin við samfélagið með hjálp Guðs eins og hann skilur hann?  Ég er ekki að fara í tíma enda Guðsteinn ekki kennari heldur á körfuboltaplanið við skólann þar sem við tökum reglulega spjall og ég  styrki hann í sinni edrúmennski með þvi einu saman að mæta á svæðið og sýna honum sýna brengluðu sjáfsmynd einsog hún gæti verið.  Sæll Bjartur hvað segist.  Allt ljómandi einsog vanalega en þú,  bara góður alveg er það merkilegt hvað það er alltaf allt fínt hjá þér, verra að útlitið er ekki í samræmi við það, þú virðist þjást af vannæringu.  Nei Guðsteinn maður er bara í aðhaldi, ég sé að þú nærist vel í edrúmennskunni. 

 Betra að vera feitur en fullur segir Guðsteinn og hamast á spalding boltanum einsog hann hafi gert honum eitthvað.  Jæja Bjartur þú átt alltaf nóg af pening fyrir neyslunni, já guffi minn Guð sér um sýna?  Guðsteinn lítur upp með undrunarsvip og um leið sár yfir sjóninni sem blasir við honum.  Bjartur þér vantar samfélag við Guð.  Þú meinar svona samkomur er það ekki.  Nei ég meina að finna fyrir nærveru Jesú Krists.  Hann dó fyrir ansi mörgum árum síðan Gusteinn minn ef þú hefur ekki frétt það.  Alltaf sami hrokinn?  Nei guffi minn, ég er raunsær það er allt annar handleggur.  Af öllum trúarbrögðum ert þú viss um að þín eru þau einu sönnu, en öll hinn einhver misskilningur er það ekki.  Til þess að verða edrú þarftu að breyta um viðhorf og opna þig fyrir einhverju öðru en þínum viðhorfum.  Já þú meinar það, hafa enga skoðun er það ekki, ég meina það að vera ekki svona endalaus fastur í sjálfhyggjunni.  Guffi minn er það ekki hálf asnalegt að trú á eitthvað sem þú hvorki sérð eða hefur vísindalegar sannanir fyrir, ja ég er ódrukkinn er það ekki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flott og sönn saga. Ég les bloggið þitt, þótt maður kommenteri ekki og verð að segja að ég samsinni þér í flestu, enda höfum við einhverntíma verið saman í sveitinni.

Ég óska þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Maður er montinn af svona jöxlum eins og þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Takk fyrir það Jón,lærdómsríkt í sveitinni.Gleðilega hátíð

Eysteinn Skarphéðinsson, 16.12.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Gísli Torfi

flottur Eysteinn ... gerist næsti kafli á Langabar með endingu á BSÍ .. áfram með ritsmíðar NoStone Son of a SharpHéðins.

Gísli Torfi, 17.12.2007 kl. 14:27

4 identicon

Þetta er mjög fínt. Nú er maður ánægður með kallinn. Fer Bjartur kannski til Keflavíkur og hittir eitthvern sem notar hvítflibbadóp? Hehehe

Albert (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Nei Bjartur er blanda úr Reykjavík

Eysteinn Skarphéðinsson, 17.12.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband