Hestarnir komnir í hús.

Jæja þá eru kallarnir komnir í hús þeir Sólon og Bangsi?  Hestamenn eru mikið búnir að tala um veðurfar síðastliðna mánuði, sumir segja að hestarnir séu búnir að búa við rok og súld alla tíð og séu ýmsu vanir en sumir vilja koma hestunum í hús sem allra fyrst til að verja þá fyrir kulda og vætu.  Eg er alla vega mjög feginn að mínir séu komnir inn þó svo að Kæti sé nú en úti fyrir austan en hún er nú í bæjarstæðinu á neðra seli og í góðum höndum.  Sólon var ansi útitekinn og sá ég það vel á faxi og tagli en bangsi leit mun betur út.  Báðir eru þeir vel í holdum og var ég ánægður með það.  En útlitið er ekki allt og sést það á Bangsa enda er hann með örlitla hnjúska í baki en ekkert alvarlegt og mun ég meðhöndla það með matarolíu og vatni og síðan mun Áslaug eflaust bera á hann krem.  Sólon og Bangsi verða í Fjárborg í vetur og eru staddir í efri götunni eins og er en flytja í neðri götuna á nýju ári í stórt og gott hús.  Kæti verður fyrir austan og þroskast og dafnar vel og fær síðan frumtamningu þar eflaust á næsta ári.  Þannig að það bíður spennandi ár framundan hjá okkur og verður gaman að fylgjast með Áslaugu og Bangsa og litlu þegar þau fara að þróa sitt samband, s.s þetta sérstaka samband manna og hesta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu er ég að miskilja eitthvað eða ertu kominn með 3 hesta? Eins og þú veist þá hef ég aldrei verið sterkur í reikningi.....Hehe......

Albert Ólafsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:20

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ég á Sólon og Kæti og Áslaug og dóttir hennar eiga Bangsa

Eysteinn Skarphéðinsson, 30.11.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband