Bullandi samviskubit

Ég hef verið að fá aukið samviskubit á morgnana þegar ég fæ mér fyrstu sígarettuna og finn hvernig hún rífur í hálsinn, þessi sígaretta hjálpar mér að fara á lappir og hefja daginn , hún bíður alltaf á sama stað þolinmóð og góð.  Hún ætlar aldrei að yfirgefa mig, hún er mun betri en allar hinar sígaretturnar sem ég reyki.  Ég sest alltaf á sama stað með kaffibolla og kveikji í og reykurinn liðast um loftið og sígaretta númer tvö bíður þolinmóð og góð eftir að ég kveikji í henni.  Núna síðustu daga er kominn einhver anti sígarettupúki  í morgunkaffi og hvíslar að mér að þessar sígarettur séu ekkert vinir mínir, heldur séu þetta í raun óvinir mínir sem geri mér bara illt, ég eigi eftir að verða móður af því einu að koma mér fram úr á morgnana ef ég hætti  þessu ekki og fara frekar að eyða tíma og peningum í heilsurækt í staðinn.  Púkinn segir að það að reykja sé bara hallærislegt og sé löngu orðið barns síns tíma svo sé þetta líka fokdýrt, ég er kominn með bullandi samviskubit yfir að reykja og held að það sé bara gott á mig

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, ég ætlaði að hætta að reykja í gær en mundi ekki eftir því fyrr en í morgunn. Þannig að ég ætla bara að reykja áfram....

Albert Ólafsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já.. það er bölvanlegt hvað það er erfitt að hætta þessu brátbölvaða tjöru-innsogi.  En mér hefur þó tekist að leggja þennan viðbjóð á hylluna og er búin að vera nikotínlaus síðan í síðustu viku nema að ég stalst til að fá mér eina á laugadaginn. Eina leiðin sem ég sá úr þessu var að hlaupa og æfa eins og vitfirtur maður... Svo fannst mér rosalega góður pungtur sem einn þaulvanur mökkhundur sagði við mig í dag.. að sígerettufráhvörf sé alls ekki ólík því að vera að drepast úr tilhlökkun.. og er því ekki málið að láta sér hlakka til einhvers annars en að reykja sígarettu ? 

Brynjar Jóhannsson, 31.7.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband