Sárþjáður Strætóbílstjóri

Ég hef aldrei hitt neinn sem er ánægður þegar strætó kemur með nýtt leiðarkerfi?  Taka þessir aðilar sem semja kerfið aldrei strætó eða.  Kannski hitti ég þessa ánægðu bara ekkert, það getur vel verið, en ég hitti samt strætó bílstjóra í gær sem var ekki sáttur og líka sárþjáður?  Eftir að hafa tekið leið 24 frá Höfðabakka að Spöng ætlaði ég að taka leið 31 frá Spönginni kl 10,51 svo ég myndi nú mæta tímanlega kl 11 í vinnuna.  Eftir smá bið mætir leið 31 og stekkur bílstjórinn úr vagninum og inn í kaffiskúr, fær sér eflaust einn kaffi og kemur síðan aftur og býst ég við að við leggjum í hann von bráðar?  Mér til mikillar furðu tekur bílstjórinn upp símann og lætur einhvern starfsmann heyra það hjá strætó og það í tíu mínútur.  Loks hveður hann viðmælandann sem eflaust hefur verið dauðfeginn og leggur af stað kl 11,05 og ég orðinn alltof seinn, þegar við nálgumst Barðastaði spyr ég bílstjórann hvort þessi leið eigi ekki að virka fyrir mig, hann segir að þetta sé vonlaust leiðarkerfi og þeir standist engar tímaáætlanir, ekki furða hugsa ég þegar þið hangið í símanum í vinnutímanum og leggið alltof seint að stað, að lokum hvetur hann mig til að hringja í strætó, ja ég var nú frekar að hugsa um leigubíl,  og segir mér að ekki sé þetta kerfi að laga gyllinæðana hjá sér?  ekki veit ég hversvegna hann gerðist svona persónulegur í lokin, honum hefur eflaust fundist ég svona traustverðugur og ekki líklegur að fara að blaðra um þetta á netinu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ bróðir, ekki beint gott að mæta of seint í vinnuna. Kannski væri betra að nota Solon? Annars allt gott að frétta hef þetta mjög ópersónulegt svo maður lendi ekki beint inni á netinu ha ha kveðja systir.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband