Ég fór út að borða með vinum mínum í kvöld og skemmtum við okkur vel að vanda. Það skemmtilegasta við kvöldið var það að vinir mínir voru á svæðinu, þessir vinir mínir eru báðir búnir að vera í Danmörku annar við nám og er nýfluttur heim en hinn hér í heimsókn. Þarna voru líka gamlir félagar og makar þeirra sem að sjálfsögðu eru mér kærir líka. Þegar við vorum ungir og vitlausari þá héldum við held ég að við yrðum eflaust alltaf í stöðugu sambandi en svoleiðis er nú lífið ekki, litlar breytingar voru búnar að vera á fólki nema þá að fólkið hafði kannski farið svolítið í sitthvora áttina sambandi við vinnu og nám en húmorinn var á sínum stað og gleðin í fyrirrúmi þetta kvöld, þarna vorum við nokkrir úr veitingageiranum og var svolítið spjallað um matinn sem var frábær og þjónustan sömuleiðis en ég held að okkur hefði verið nokkuð sama hvað við borðuðum tilgangurinn var að hittast og hafa það gott og slaka á. Ég hugsa stundum um það hvað það er sem gerir vini mína svona nauðsynlega mér, ekki hef ég fengið neitt svar við því,þetta er bara svona, þeir bera hag minn fyrir brjósti sér og ég ber hag þeirra fyrir brjósti mér. Takk fyrir kvöldið kæru vinir
Flokkur: lífsstíll | 16.6.2007 | 23:01 (breytt kl. 23:03) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gott að eiga góða vini. Gaman litli bróðir að fylgjast með þér á blogginu endilega skrifaðu oftar.Kveðja systir.
Hólmfríður (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 17:19
Já reyni það. Takk fyrir þetta.
Eysteinn Skarphéðinsson, 19.6.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.