Þekki ekki manninn

Um daginn var kynntur til sögunnar nýr starfsmaður í félagsskapnum sem ég sæki stundum?  Því miður er það maður sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér, hann talar leiðinlega og hreyfir sig leiðinlega, mér finnst hann montinn og líta niður á fólk.  Ég er nokkuð viss um að hann er svokallaður loddari, já ég held að hann sé ekki vel að guði gerður, nokkuð pottþéttur á þessu en get ekki verið viss því ég þekki hann ekki neitt og hef aldrei talað við hann.  Nóg um það, það sem ég fór að hugsa í framhaldi af þessu var það að það er eflaust einhver þarna úti sem hreinlega þolir mig ekki, hvernig ég tala og hreyfi mig og kem fram við fólk, ef þú ert að lesa þetta þá væri gaman að hitta þig og leiðrétta þennan misskilning, ég gæti sagt þér hvað ég er fínn náungi og við verðum eflaust hinir mestu mátar bara ef þú gefur þér tíma til að kynnast mér? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei að dæma fólk fyrirfram heldur gefa því séns.

Albert (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband