Færsluflokkur: Bloggar
jæja þá eru hátíðarhöldin að hverfa frá í bili að minnsta kosti. Hvað mun gerast nú á nýja árinu ? Ég skrifaði hér um daginn að ég setti mér stundum takmörk fram í tímann og en geri ég það, en lífið getur verið svo breytilegt að erfitt er orðið að spá eða plana neitt þannig séð. Áramótaheitið var að reyna hugsa vel um mig og taka á málum strax í byrjun því lífið virðist vera eitt stórt verkefni.
Ég er egóisti að upplagi og er það full vinna að halda því niðri en mér hefur reynst best að halda því niðri með því að hjálpa öðrum við hin ýmsu verkefni upp á síðkastið, á maður kannski ekki að skella því á netið eða, en allir í mínum hóp eru égóistar ? Þessar hremmingar sem ganga yfir landið hafa fengið mig til að hugsa um þakklætið sem ég gleymi ansi oft, en það er auðvitað af því ég er egóisti.
Ég á góða fjölskyldu, duglegt fólk sem er alltaf til í að hjálpa hvort öðru og það veit ég með vissu að ekki hafa allir aðgang að slíku. Ég á góða vini sem sanna sig sem slíkir alltaf reglulega. Það eru spennandi tímar framundan.
Þetta blogg er orðið svona dagbókar hugleiðingar blogg og það er hið besta mál enda veitir ekki af tappa af enda er held ég gott fyrir mig að skrifa niður orðin egóisti og þakklæti því ég á jú til með að gleyma þessum hugtökum
Bloggar | 8.1.2009 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hverjir eru að mótmæla? Er það fólkið sem er búið að vinna í tuttugu til þrjátíu ár eða er það fólkið sem er í háskólanum eða öðrum skólum jafnvel bara manneskjan sem var við hliðina á þér á kaffihúsinu í dag. Er það sá sem var að missa vinnuna eftir stanslaust strit á lúsar launum eða er það náunginn sem stefnir á atvinnumarkaðinn eftir nám.
Er það kannski náttúruverndar manneskjan sem vill ekki álver. Er það kannski maðurinn sem ræður ekki lengur við bílalánið eða er það sá sem á erfitt með að ráða við hækkandi matvöruverð. Er mótmælandinn ungur að árum eða er hann kominn á efri ár.
Er það fjölskyldumaðurinn eða er það einstæðingurinn. Maður veit ekki.
Bloggar | 11.12.2008 | 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 2.9.2008 | 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað er flott starf og hvað er ekki flott. Snúast ekki flest eða öll störf um fólk, Kemur þetta ekki allt niður einhvers staðar á okkur. Ég held að þetta tengist allt einhvern veginn saman og reynslan sé ómetanlegur styrkur sem gerir okkur hæf til að skila góðu og nýtu verki. Ég hef verið að rekast á fólk hér og þar sem ég þekki og í leiðinni rifjað upp hin ýmsu störf sem ég hef unnið. Td er ég ekki í vafa um að bæjarstjórinn í vogum nýtir sér það að hafa unnið í ruslinu og Læknirinn á lansanum er að byggja á einhverju leiti á bygginga vinnunni. Fólk fer í ýmsar áttir sem ómögulegt er að sjá fyrir. Það er 20 ára ferminga afmæli á næstunni og er það mjög gaman og að sama skapi forvitnilegt að sjá hvað fólk hefur tekið sér fyrir hendur og hvað ekki? |
Bloggar | 22.2.2008 | 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið var gott að leggja sig aðeins í strætó í kvöld á leiðinni úr vinnunni í þjóna vinnunna. Það getur nefnilega verið smá kúnst að koma sér í þjóna gírinn eftir langa dagvakt. En þegar ég vaknaði í strætó niðrí bæ varð ég mjög ánægður að vera búinn að öllu og hugsaði með mér að jólin mættu nú alveg koma bara. Jólagjafirnar rötuðu allar í réttann gjafapappír, þó svo að þær séu ívið fleiri en oft áður en það var fyrirfram ákveðið. Í ár akvað ég að gefa fleiri pakka og var það næstum farið allt í rugl en bjargaðist með áfyllingar gjöfum eins og ég kalla þær en það eru gjafirnar sem ég kaupi í biðröðunum við kassann þegar ég man ekki fyrir hverja ég er búinn að kaupa gjafir? Já það verða engin hlaup fyrir hádegi á aðfangadag, heldur verður tilhlökkun og gleði og vonandi njótið þið Jólanna. Gleðileg Jól |
Bloggar | 21.12.2007 | 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 17.12.2007 | 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Síðustu mánuði, í önnum og of stuttum sólarhring, hefur heimilishald hér um bil lotið sömu lögmálum og meðalgott greni á Rauðarástíg." Svona hefst pistill sem Júlía skrifar í aukablaðið Hús og heimili um helgina. Í pistlinum lýsir hún því hvað hún og maðurinn eða húsbóndinn eins og hún kallar hann eru miklir sóðar og láta letina hindra þau í að taka til. Hún hefur undarfarið kallað manninn sinn Jóa og hann kallað hana Guggu og vísa þau þar í ógæfufólkið þekkta sem ég gæti vel trúað að lesi blöðin eins og aðrir og myndi eflaust sárna ef þau læsu þetta og sæju að þau væru samnefnari fyrir ruslara lýð eins og Júlíu og húsbóndann hennar. Í pislinum lýsir Júlía því hvernig hún hefur þurft að fleygja sér í gólfið þegar gestir komu til hennar og hún ekki getað svarað bjöllunni vegna skömm útaf óþrifnaðinum, "en þetta virðist gerast á bestu bæjum" segir Júlía til af afsaka sig, en ég segji nei þetta gerist hjá svona lýð eins og ykkur. Júlía talar um rónatímabil í pistlinum enda kalla þau sig Jóa og Guggu. Ég spyr kæra Júlía þarftu að vera að skrifa í fjölmiðla og nota heimilislausa til að upphefja þig og þína, hefurðu komið heim til Jóa og Guggu eða spurðirðu þau hvort þú mættir nota þau til að til að sýna hvað það væri ruslaralegt heima hjá þér. Í lokin á pistlinum segist Júlía ætla að taka sig taki? Það er greinilegt að Júlía þarf að taka sig taki á fleiri stöðum en heima hjá sér, það fyrsta sem hún ætti að gera væri að skammast sín og vera ekki að níðast á minnimáttar. |
Bloggar | 9.12.2007 | 21:41 (breytt kl. 23:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég rölti út í búð áðan og um leið og græni karlinn birtist á ljósunum fór ég að hugsa það hvort ég væri kominn í jólaskap? Var ekki alveg viss en hugurinn fór að tengja við jólinn. Ég er einn af þeim sem tek þetta á síðustu dögunum þó svo ég hafi séð jólagjöfina hans Arnórs frænda fyrir tveimur mánuðum. Í búðinni var fullt af hlutum sem tengdu mig jólaskapinu, td hnetur sem Pabbi var ansi hrifinn af og fullt af nammi sem ég eins og flestir háma í mig á jólunum, þarna rakst ég á ansi skemmtilegann jólasvein sem ég verslaði auðvitað með namminu auðvitað. Handan við hornið voru ansi skemmtilegar inniseríur sem ég verslaði auðvitað með öðrum nauðsynjum.Þegar ég kom á kassann rétti ég stráknum kortið og borgaði himinháan reikninginn og hugsaði með mér glottandi jú jólin eru að koma Nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og finna upp á jólahefð sem ég fer í með kærustinni og litlu hennar ef tími gefst fyrir vinnu og öðru veseni, datt hugmynd inn rétt í þessu, auðvitað jólagjafir handa hestunum hvað annað. S.S búin að ákveða að láta jólaskapið koma inn og hafa það gott með vinum og vandamönnum. Gleðileg Jól |
Bloggar | 6.12.2007 | 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 30.11.2007 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Voðalega getur maður dottið niður á lágt plan stundum. Ég fór eitthvað að hugsa þetta þegar ég var að vafra á netinu í morgunn og smellti á myndir af brúðkaupi hjá JÁJ og IP í morgun. Fyrsta myndin kom á sjáinn af einhverju fólki gangadi í átt að kirkjunni sem ég kannaðist ekki við þannig að ég smellti á næstu mynd, nei hingað og ekki lengra, bíddu þú hefur engann áhuga á þessu og vertu ekki að eyða tíma í þetta. Þú sem ert að lesa þetta hefur kannski engann áhuga á þessari pælingu, ertu bara ekki að eyða tímanum í eitthvað rugl með því að vera að lesa þetta blogg, ég held það |
Bloggar | 21.11.2007 | 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar