Þakklátur egóisti

jæja þá eru hátíðarhöldin að hverfa frá í bili að minnsta kosti. Hvað mun gerast nú á nýja árinu ? Ég skrifaði hér um daginn að ég setti mér stundum takmörk fram í tímann og en geri ég það, en lífið getur verið svo breytilegt að erfitt er orðið að spá eða plana neitt þannig séð. Áramótaheitið var að reyna hugsa vel um mig og taka á málum strax í byrjun því lífið virðist vera eitt stórt verkefni.

 Ég er egóisti að upplagi og er það full vinna að halda því niðri en mér hefur reynst best að halda því niðri með því að hjálpa öðrum við hin ýmsu verkefni upp á síðkastið, á maður kannski ekki að skella því á netið eða, en allir í mínum hóp eru égóistar ? Þessar hremmingar sem ganga yfir landið hafa fengið mig til að hugsa um þakklætið sem ég gleymi ansi oft, en það er auðvitað af því ég er egóisti.

Ég á góða fjölskyldu, duglegt fólk sem er alltaf til í að hjálpa hvort öðru og það veit ég með vissu að ekki hafa allir aðgang að slíku. Ég á góða vini sem sanna sig sem slíkir alltaf reglulega. Það eru spennandi tímar framundan.

Þetta blogg er orðið svona dagbókar hugleiðingar blogg og það er hið besta mál enda veitir ekki af tappa af enda er held ég gott fyrir mig að skrifa niður orðin egóisti og þakklæti því ég á jú til með að gleyma þessum hugtökum


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Hvaða rugl er með þetta þakklæti .. Kallinn eitthvað að missa coolið... bara rugl og þvættingur... Horfa í spegill og dásama sjálfan sig og kafna úr eiginn ágæti og sjálfsvorkun og vera með Massa stóra Eigingirni og Heavý slatta af Hrokafullum dómum og skoðunum.  Annars kemstu aldrei á Þing Eysteinn.

Rífa sig upp núna og geyma verkefnin þangað til í næstu viku og hjálpa engum nema að þú græðir feita fúlgu á því og líta aldrei i eiginbarm og ef eitthvað kemur upp þá bara flýja ofan í holu og benda bara á einhvern. Annars verður þú aldrei Útrásarvíkingur Eysteinn.

EN MÉR LÍST VEL Á ÞIG..  Þú ert að gera gott mót.

Gísli Torfi, 9.1.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband