Svartur Engill að versla í búðinni?

Heyrðu, eru ekki Svartir Englar í kvöld.  Ég hef bara ansi gaman af þessum íslensku þáttum.  Auðvitað er oft örlítið kjánalegt að fylgjast með því þegar hin ýmsu vandamál í spennuþáttum eru byrjuð að dúkka uppá borð á íslensku, en við erum nú einu sinni íslendingar.  Gaman að sjá Davíð Guðbrands koma þarna sterkann inn og ofleika hlutina ekki í botn einsog hann sé nýbúinn að gleypa þrjár matskeiðar af íslenskum ofleik.  Ég held að íslenskir sakamála þættir séu í raun að slípa sig til og eigi eftir að festa sig rækilega í sessi hjá okkur almúganum.  Ég fylgist spenntur með en nú þarf ég að skreppa út í búð og hver veit nema ég hitti vonda karlinn eða konuna úr svörtum englum verslandi grænar Ora baunir í næstu hillu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sammála.

Besta sem ég hef séð af þessu taginu.

ps. Sá eina lögguna í BÓNUS usss usss

Einar Örn Einarsson, 6.10.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Gísli Torfi

Er ekki inní þessum þáttum.. bíddu jú sá fyrsta hann var bara ágætur..

Gísli Torfi, 9.10.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband