Ertu í Jólaskapi?

Ég rölti út í búð áðan og um leið og græni karlinn birtist á ljósunum fór ég að hugsa það hvort ég væri kominn í jólaskap?  Var ekki alveg viss en hugurinn fór að tengja við jólinn.  Ég er einn af þeim sem tek þetta á síðustu dögunum þó svo ég hafi séð jólagjöfina hans Arnórs frænda fyrir tveimur mánuðum.  Í búðinni var fullt af hlutum sem tengdu mig jólaskapinu, td hnetur sem Pabbi var ansi hrifinn af og fullt af nammi sem ég eins og flestir háma í mig á jólunum, þarna rakst ég á ansi skemmtilegann jólasvein sem ég verslaði auðvitað með namminu auðvitað.  Handan við hornið voru ansi skemmtilegar inniseríur sem ég verslaði auðvitað með öðrum nauðsynjum.Þegar ég kom á kassann rétti ég stráknum kortið og borgaði himinháan reikninginn og hugsaði með mér glottandi jú jólin eru að koma  Nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og finna upp á jólahefð sem ég fer í með kærustinni og litlu hennar ef tími gefst fyrir vinnu og öðru veseni, datt hugmynd inn rétt í þessu, auðvitað jólagjafir handa hestunum hvað annað.  S.S búin að ákveða að láta jólaskapið koma inn og hafa það gott með vinum og vandamönnum.  Gleðileg Jól 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ litli minn.Alltaf gott að hafa og halda í hefðir.Líst vel á hugmyndir þínar um gjafir handa hestunum en ekki láta þér detta í hug að koma með þá í mat á aðfangadagskvöld. Það er svo skrítið með hana systur þína,hún heldur líka í gamlar hefðir t.d. jólamatinn og það er ekki inn í myndinni að bjóða upp á grasköggla eða væna tuggu af heyi á því kvöldi þannig að þú heldur þig bara við hinn jólagestinnsjáumst kveðja systir.

P.S.ertu búinn að kaupa jólagjöf handa MÉR? Mig langar í ................................................................................................

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:04

2 identicon

Já jólin eru tími útgjalda, við eigum það sameiginlegt að gera allt á síðustu stundu. Eru kannski ekki steinar jólagjöfin í ár?

Albert Ólafsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband