Hvar er maðurinn,sem mætti á klakann?

Eins furðulegt og það er nú þá fer ég alltaf að hugsa reglulega um manninn sem birtist á klakanum fyrir nokkrum árum og var talinn látinn.  Hann hafði þá verið í Bandaríkjunum í tuttugu ár held ég og fjölskyldan hafði ekkert heyrt né frétt af honum.  Allavega man ég það að hann var talinn látinn á pappírunum og heyrði ég það að hann hefði jafnvel verið talinn hafa lent í sértrúarsöfnuði þarna úti eða í einhverju misjöfnu, allavega fannst mér þetta hið furðulegasta mál en ekki veit ég afhverju ég fer alltaf að hugsa um þennann mann, kannski er ég einhvern veginn andlega tengdur þessum manni, gæti verið að hann afgreiði mig í sjoppunni eða hafi aðstoðað mig í Bykó um daginn.  Jæja ég skýt spurningunni yfir til ykkar, hvar er maðurinn er hann kannski týndur?Blush

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Ég kannast við fréttina af kauða og eina sem ég vissi að hann fór stráx í Byggingarvinnu hér á höfuðbóli Íslands en meiri deili af framvindu hans hef ég ekki í mínum bókum né vasa hvað þá í haus.. eigðu góðann dag á morgun að gera piparkökunar þínar.

Gísli Torfi, 16.11.2007 kl. 01:15

2 identicon

Þetta var furðulegt.... Var einmitt að hugsa um þennann mann, rétt áðan. Síðan kíki ég á bloggið og sé færsluna þína. Hann Halldór hefur nú bara ekki poppað upp í hausnum á mér í langan tíma.

En er samt forvitin um það sem kom fyrir hann og hvernig honum gengur í dag. Hann var nefnilega gamall skólabróðir minn. Virkilega indæll strákur. Og þegar hann var talinn af, átti ég slæman tíma. Þó svo að við höfum aldrei verið neinir vinir, bara bekkjarsystkini, þótti mér vænt um þennan strák Mig minnir að hafa lesið að hann sé aftur fluttur úr landi.

En endilega ef einhver hefur einhverjar fréttir af honum......

En ef einhver hefur fréttir af honum

Fishandchips (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband