Allt hægt með viljanum og vasahníf

Ótrúlegt hvað mannskepnan getur boðið líkamanum og huganum upp á.  Aron Ralston er mikill útivistar maður og virðist það vera hans helsta ástríða.  Þessi maður lenti í því að grafast í snjófljóði og bjargast giftusamlega úr því.  Nokkru seinna var hann við klettaklifur í Blue John Canyon í Utah og var einn á ferð í djúpu gili þegar stór steinn losnaði og klemmmdi handlegg hans fastan.  Eftir sex daga fastur í gilinu var Aron farinn að finna fyrir vökvaskorti og hitasótt.  Til að gera langa sögu stutta þá losaði hann sig með því að brjóta bæði radíus og ölnarbeinið og skera sundur húð, sinar, og vöðva og sarga þannig í sundur handlegginn.  Innan við tveimur árum seinna reyndi hann að klífa hæsta fjall Suður Ameríku, ekki veit ég hvernig sú ferð gekk  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kallar maður sjálfsbjargarviðleittni......

Albert (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband