Vonandi verður hann ekki seinn?

Grin Oft getur það verið broslegt hvað ég get verið vanafastur oft á tíðum.  Eftir áralanga notkun á strætó hef ég komið mér upp hinum ýmsu grátbroslegum kækjum.  Upp á síðkastið hefur það tekið uppí tvo tíma að komast heim og á ég það til að bölva og jafnvel sparka í opin biðskýlin, ekki fast þó.  Þó ég sé oft vanafastur þá hefur strætó aldrei vanist en ég hugsa alltaf vonandi verður hann ekki seinn í dag.  í morgun fór ég út á svalir og reykti fyrstu rettuna í rigningu og roki.  Eftir rettuna renndi ég upp úlpunni og hugsaði vonandi verður hann ekki seinn í dag.  Það sem gerði það að verkum að ég fattaði hvar ég var, var það að ég fékk mér sopa af kaffinu og glotti, hvað ertu að standa hér úti á svölum.  Það gengur enginn strætó uppá svalir á suðurgötunni 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Hvað er verið að bauka í Hafnarfirði uppá svölum .. eru menn að fá góðar hugmyndir þar ...... hey hvað myndi Jesú gera ? hann myndi elska að fara í strætó með sól í hjarta og fagna því þegar strætóinn myndi koma of seint því þá myndi hann segja " Pabbi ertu að testa þolrifinn í mér" Góður ..... svarar þetta ekki lífsgátuni í dag ...

 Lifi Liverpool

Gísli Torfi, 20.2.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband