Færsluflokkur: Sjónvarp

"Ekki vera vondur við mig"

Það er orðinn gríðarlega erfið íþrótt að starfa sem spyrill í kastljósinu virðist vera.  Ef spyrilinn krefst þess að fá svör fyrir almenning þá lýtir viðmælandi höfði og virðist muldra "ekki vera vondur við mig". 

 Mér fannst Sigmar sýna það enn einu sinni hvað hann er beinskeyttur og fagmannlegur í sínu starfi í gær þegar hann átti viðtal við Geir.  En sitt sýnist hverjum.

Í þessu kreppuástandi er almenningur einsog börn í handjárnum sem er hent út í haustið og sagt að safna spreki og koma ekki heim nema með fullann poka.

Ef þú vilt vera skipstjórinn þá verður þú líka að svara fyrir mannskapinn, eða þannig var það á mínum togaraárum, aldrei þurfti ég að svara fyrir fulla lest af óæskilegum fiski í lestinni já eða kannski tóma lest einsog virðist frekar eiga við hér á Íslandi í dag, enda var það ekki í mínum verkahring.  En ég svaraði fyrir það ef lestin var ekki nógu vel ísuð.

Viðtalið var gott að mínu mati þó fátt hafi verið um svör. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband