Látum Eið og Magnús tala við landsliðið

Alfreð Gíslason sagðist hafa legið á bæn fyrir leikinn á móti frökkum og beðið fyrir því að ákveðinn leikmaður færi að skora fyrir landsliðið.  Stuttu eftir að leikurinn hófst sá maður að Alfreð hafði ekki verið bænheyrður.  Það vakti mig til umhugsunar hvort við værum nokkuð að gera of miklar kröfur til leikmanna landsliðsins, þetta eru allt atvinnumenn í greininni og kröfur eru hluti af vinnuumhverfi þeirra.  Ég held nú alveg að menn séu að leggja hjartað í þetta og vilji vel, en það er helv hart að menn í skyttustöðu þurfi nokkra leiki til að koma sér í gang.  Kannski eigum við ekki betri leikmenn til að spila með landsliðinu en eiga menn að halda sætinu ef þeir spila mjög illa fyrstu leikina á stórmóti?  Kannski ættum við að taka upp gamla ungmenna andann og leyfa fleirum að vera með.  Mikið er talað um lítið sjálfstraust leikmanna og held ég að réttast væri að senda landsliðið á skólabekk hjá mönnum eins og Eið Smára og Magnúsi Ver t.d.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Sæl Speisi já og Christ Buffalo biður fyrir kveðjum .. talandi um að þjóðin sé eh að stressast útí strákana okkar þá veit ég ekki betur en að markmið landsliðsins fyrir mótið hafi verið að fá verðlaunapening AlliGísla sagði það í sjónvarpinu.. við verðum bara að sjá til hverning fer á móti Spáni og Þjóðverjum gætum kannski tapað bara með svona 5 mörkum á móti hvorri þjóð og reynt svo að merja sigur á Ungverjum og spila um 9-10 sætið ég held að það sé svona raunhæft.. við erum frekar slakir í Handbolta í dag og það þarf eh kraftaverk til að gera eh af viti í þessu móti..flottir með 0 stig í milliriðill og markatöluna -14

sææææææææl eigum við eh að ræða þessa frammistöðu eitthvað..þú talar um skyttur við eigum engar skyttur nema Einar sem þorir ekki að skjóta og svo höfum við Hornamanninn Loga sem hittir ekki einu sinni heila íbúðarlengju hvað þá á góðann dag. 

Gísli Torfi, 21.1.2008 kl. 05:50

2 Smámynd: Gísli Torfi

held líka að við þurfum kannski að senda þeim Egils Maltöl vantar allt Malt í þá og ef við tökum þennann leik á móti frökkum þá er frakkarnir viktaðir í kílóum  en við í grömmum( nema fúsi) þarf að gefa þeim steradíla í rassinn

Gísli Torfi, 21.1.2008 kl. 05:53

3 identicon

Nei ekki, Eið, hann er skortir einmitt sjálfstraust hjá Börsungum

Örn (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Eiður svarar nú alltaf köllum eins og þér Örn.

Eysteinn Skarphéðinsson, 21.1.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Er gefið verðlaunapening fyrir öll sætin

Eysteinn Skarphéðinsson, 21.1.2008 kl. 16:02

6 identicon

Jæja litli minn,skrýtið þetta með handboltann alveg eins og hjá ölkum ef vel gengur eru allir svo ánægðir, klapp á bakið, hrós á hrós ofan en ef illa gengur geta þeir bara átt sig. Er oft að velta þessu fyrir mér, öllum þessum væntingum, öllum þessum kröfum, öllum þessum frábæru handboltamönnum sem sitja í sófanum með bjórinn, snakkið, nammið og hvað eina. Gargandi snillingar sem vega mann og annan rétt á meðan leikurinn, taktu eftir ég sagði LEIKURINN stendur yfir. Ég held við ættum að hafa áhyggjur af einhverju öðru og líta á handboltann sem skemmtilegan leik. Stöndum með STRÁKUNUM OKKAR þeir eru örugglega að gera sitt besta. Kveðja systir. 

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:43

7 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Atvinnumenn vilja láta gera væntingar til sín, enda eru þeir ekki strákar í 5 flokk. 

Eysteinn Skarphéðinsson, 23.1.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband